Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 77
Iláljmáninn
XXXII
Ég ætlaði mér að bregða mér á leik, „rómansa". Æinei, ég hafði á röngu
að standa. Ég skildi veraldarrökin ekki alltof vel ennþá. Karlmenn urðu ekki
lokkaðir eins auðveldlega og ég hélt. Ég ætlaði að lokka prúðmennin, ætlaði
í hæsta lagi að greiða þeim einn til tvo kossa. En menn fengust ekki með
slíkum skilmálum. Þeir vildu hagnast þegar í fyrstu lotu. Hvað meir? Þeir
aðeins buðu mér i bíó, eða að spásséra um strætin, fá sér rjómaís. Ég hélt
hungruð heim engu að síður. Svo kölluð prúðmenni höfðu vit á að spyrja
mig, hvaðan ég hefði útskrifazt, hvaða atvinnu pabbi minn stundaði. Þannig
lærði ég, að ég yrði fyrst að gefa þeim einhvern hagnað, svo að þeir vildu
mig; ella greiddu þeir bara kossana með 10 senta rjómaís. Ætti að selja á
annað borð yrði að selja afdráttarlaust. Þetta var það sem mér lærðist. Postu-
línsdúkkan hafði ekki lært það. Við mamma skildum það, mér varð oft hugs-
að til hennar.
XXXIII
Sagt var, að sumt kvenfólk lifði á því að „rómansa“, mig skorti efni, varð
að leggja hugmyndina á hilluna. Ég hóf viðskiptin. Húseigandinn sagði mér
upp herberginu, hann var heiðvirður maður. Ég leit einu sinni ekki við hon-
um, flutti án tafar í tvö litlu herbergin, sem mamma og nýi pabbi höfðu búið
í fyrrum. Þetta fólk minntist ekki á heiðarleika, en var því ástúðlegra. Jafnvel
prúðmennin komu. Þeir vissu að ég seldi, þeir vildu koma, svo þeir komu.
Á þennan hátt sköðuðust þeir ekki, settu heldur engan blett á sig. Þar sem
ég var enn ekki tvítug, var ég mjög kvíðin, þegar ég byrjaði. En eftir nokkra
daga vandist það af mér. Ég gat ausið þeim upp eins og sandi. Nú fyrst
fannst þeim þeir hagnast, voru ánægðir og auglýstu mig. Þegar ég hafði gert
þetta í mánuð hafði mér lærzt mikið og margt. Næstum í fyrsta augnatilliti
gat ég séð hvernig menn þeir væru. Þeir ríku spurðu fyrst um stöðu mína,
létu á sér skilja að þeir hefðu efni á að kaupa mig. Þeir voru mjög öfunds-
sjúkir, vildu hafa mig einir, jafnvel vændiskonuna vildu þeir einoka, af því
þeir áttu peninga. Ég lét mig svona menn litlu skipta. Ég var ekki smeyk þótt
í þá fyki, sagði þeim ég færi heim til þeirra og segði eiginkonunni frá. Þeim
árum, sem ég hafði verið á skóla, hafði ekki verið kastað á glæ þegar allt kom
til alls. Þeir gátu ekki skotið mér skelk í bringu. Ég vissi að „menntunin“ var
gagnleg. Sumir komu kuðlandi einum dal milli handanna, hræddir um að
379