Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 101
Umsagnir um bækur
Grindavík
M smásögur Guðbergs Bergssonar1 hef-
ur nokkuð verið skrifað í blöð borg-
arinnar og sumt af kynlegum skilníngi;
en þess gætir jafnt þar og í tali manna á
meðal, að á þær er litið sem ærinn viðburð
í rökréttu framhaldi af þeim feing sem
Músin sem lœSist var íslenzkri skáldsagna-
ritun.
Guðbergur Bergsson er gæddur frábæru
innsæi í sálarlíf þess fólks sem hann velur
sér að viðfángsefnum, og gjörþekkir það;
sú allsherjar grindavík sem fram kemur í
sögum hans ber því vitni að hann hefur
haft skilníngarvitin í fullkomnu lagi um
dagana, svo næm eru tök hans á persónum
sínum; verður þó tæplega sagt að hann
elski þær. Túlkun hans er kaldrif juð, óvæg-
in og án sýnilegrar tilfinníngasemi. Vera
má að mörgum lesanda þyki fólkið í sög-
um Guðbergs harla lítilsigldar persónur,
smásálarlegar, yfirborðslegar, hlægilegar,
brjóstumkennanlegar, heimskar. Meginmáli
skiptir þó hitt, sem til dæmis er fólgið í
heiti sagnasafnsins, að fólk þetta er trútt
því umhverfi og andrúmslofti sem hefur
mótað það, einsog fólks er von og vísa; að
því leyti gefur bókin manni skarpar og
miskunnarlausar bendíngar, sem ná harla
lángt útfyrir hana sjálfa. Þorpsandinn, kot-
úngshátturinn og lífsleiðinn liggja allsstað-
ar að baki orðum, gerðum og argaþrasi
þessa fólks sem hrærist ráðvillt í umhverfi
sem „menníngarbragur" hefur snortið ein-
1 Guðbergur Bergsson: Leikföng leiðans.
Heimskringla 1964.
úngis á villandi hátt: þeirrar ættar eru
frambjóðandinn, trúboðinn, sundkennarinn
og fleiri.
Sögur Guðbergs mynda heild sín á milli
innbyrðis, gerast á einum stað og tíma;
persóna sem lítillega er drepið á í einni
þeirra, er tekin fyrir í annarri. Guðbergur
er fjörugur sögumaður en skortir stundum
hnitmiðun í gerð málsgreina, setníngar á
stöku stað óþarflega lángar; og eins mætti
sitthvað setja útá byggíngu sumra sagn-
anna; svo er um söguna Nöldur sem frá því
sjónarmiði er líkast til einum of laung, —
hitt er svo álitamál hvort miklu yrði sleppt
úr þessari gerð hennar án eftirsjár. Að öllu
samanlögðu eru Leikföng leiðans ánægju-
legur vottur þess að Guðbergur Bergsson
tekur starf sitt alvarlegum tökum.
Þorsteinn frá Hamri.
Ný skólaljóð
ær raddir heyrast nú að góðar bók-
menntir séu á undanhaldi hérlendis.
Þær seljist tiltölulega minna en áður, þótt
bókasala yfirleitt minnki ekki. Fólk, og
þá einkum ungt fólk, er sagt verr að
sér um bókmenntir en verið hafi. í stuttu
máli: bókmenntir eru sagðar eiga minni
hlut að hversdagslífi Islendinga en áður
var.
Ymsar ástæður eru nefndar, þótt ekki
verði farið út í það hér. Hygg ég þó að
áhrif amcrískrar peningahyggju séu þarna
nokkuð þung á metunum. Samkvæmt þeim
hugsunarhætti er peningaeyðslan eini mæli-
403