Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 39
Biblíugagnrýni, lineykslanir og pcrsónudýrkun
nema ef vera skyldi sú, að einu sinni
um vorið eða sumarið, þegar við
spjölluðum saman tveir einir, þá
vindur hann sér nllt í einu að mér og
spyr mig beint, hvort ég vilji ekki
gefa mig Jesú. Eg held ég hafi ekki
svarað neinu, en hann tekið þögn
mína sem synjun og látið málið nið-
ur falla, svo sem kurteisum manni
sómdi. Að gefa sig Jesú var allt of
órætt hugtak til þess að ég gæti verið
með á nótunum. Ef til vill hef ég
stjórnazt af einhverri tilfinningu fyr-
ir því, að maður væri kominn út á
nokkuð vafasamar brautir, ef maður
færi að gefa sig á vald einhverju ó-
ræðu hugtaki, þar sem skaparinn
hafði gætt mann skynsemi til að
hugsa og skilja.
En bíblíugagnrýnin hans Arthúrs
Gooks var ekki upp á marga fiska í
samanburði við bíbliugagnrýni Há-
skólans. Þar var fræðimennska, sem
sagði sex. Nú voru manni sýndir at-
burðir biblíunnar og sagnhetjur í
þeirra eigin umhverfi í tíma og rúmi,
menningarþróunar og atvinnuhátta.
Rakið var samband trúarskoðana
Gyðinga við forsögu þeirra og at-
vinnuþróun, baráttu eldri trúarhug-
mynda gegn nýjum hugmyndum og
nýjum guðum, sem sigldu inn í
þjóðlífið í kjölfar nýrra atvinnu-
hátta og fyrir byri vaxandi kynna við
þjóðir umheimsins í þjóðbrautinni
fyrir botni Miðjarðarhafs. Biblían
moraði af mannlegu lífi og mannleg-
um örlögum, og það var ekki laust
við, að við íslendingar fyndum þar
drætti úr okkar eigin sögu. Á þessum
árum vorum við að vinna síðustu
sigrana í baráttu okkar fyrir viður-
kenningu þess, að við værum sjálf-
stæð og fullvalda þjóð. Það var ekki
trútt um, að okkur gæti fundizt lítið
til um þá harðneskju, sem við höfð-
um verið beittir öldum saman, þegar
við settum okkur fyrir sjónir herleið-
ingu ísraelsmanna til fjarlægra
landa. Það hafði aðeins einu sinni
borizt í tal, að íslendingar væru allir
fluttir til józku heiðanna til að
bjarga lífi þeirra. Gyðingar áttu sína
Fjölnismenn, sem vöktu þjóð sína,
þegar verst horfði, og hvöttu hana
til andstöðu gegn erlendum áhrifum
og hvers konar kúgun. Andríki
júðsku spámannanna náði enn til
hjartnanna og það á fjarlægum hjara
veraldar, því að þeir töluðu af anda,
sem ofar er tíma og rúmi og óháður
kynþátlum og trúardeildum. Svo áttu
Gyðingar einnig sína Jóna Sigurðs-
syni, sem sögðu erlendu drottnunar-
valdi stríð á hendur og helguðu líf
sitt því að samansafna þjóð sinni
undir fána frelsisbaráttunnar. En
þar skildi, að Danir tóku aldrei okk-
ar Jón Sigurðsson til krossfestingar
eða annars þvílíks dauðdaga og ekki
lieldur þá, sem tóku upp fánann eftir
hans dag. En kúgarar ísraelsmanna,
innlendir jafnt sem erlendir, tóku
umsvifalaust af lífi hvern þann, sem
341