Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
ar. En mín mamma var jafnvel búin að týna þessu niöur líka. Hún var skelfd
af hungri, ég ásaka hana ekki. Hún byrjaði að athuga eigur mínar, spurði
mig um tekjur og útgjöld, virtist ekki hið minnsta undrandi á atvinnugrein
minni. Ég sagði henni að ég væri veik, vonaði að hún myndi ráðleggja mér
að hvílast í nokkra daga. En ekki var því að lieilsa, hún sagðist hara myndu
kaupa mér meðul. „Getum við ekki gert eitthvað annað en þetta?“ Hún svar-
aði engu. Af sumu öðru að merkja virtist hún þó vilja vernda mig, finna til
með mér. Hún eldaði ofan í mig, spurði hvernig mér liði. Hún laumaðist oft-
lega til að skoða mig, eins og móðir skoðar sofandi barn. Aðeins eitt, sem
ég þráði, en hún vildi ekki segja: Að við þyrftum ekki að slunda þennan
starfa framvegis. En mér var einkar vel ljóst — þótt ég fyndi til nokkurrar
óánægju í hennar garð — að þetta var það eina, sem ég gæti stundað. Við
mæðgurnar gætum mett okkur og klæðst — það var fyrir öllu. Hverju skipti
samband móður við dóttur, viðkunnanlegt eða óviðkunnanlegt, peningar
voru miskunnarlausir.
XXXVIII
Mamma vildi annast mig, en hún varð að standa hjá og sjá mig traðkaða
niður. Ég vildi halda hana vel, en stundum fannst mér hún ráðrík. Hún sletti
sér fram í allt, einkanlega varðandi peninga. Augu hennar höfðu glatað æsku-
ljóma sínum, en þau gátu ljómað á ný, ef von var um peningaveiði. Hún
hegðaði sér eins og þý við viðskiptavini, en ef þeir borguðu henni í minna
lagi reif hún stólpakjaft. Ég tók þetta stundum mjög nærri mér. Gerðum við
þetta kannski ekki vegna peninganna? En það táknaði það að við hlytum að
svívirða menn. Ég gat stundum líka verið ruddaleg við menn, en ég notaði
aðrar aðferðir, ég hélt þeim föstum milli steins og sleggju. Mamma fór of
klaufalega að, móðgaði menn að ófyrirsynju. Vegna hagnaðarvonarinnar átt-
um við ekki að gera það. Má vera að aðferðir mínar hafi markazt af því, að
ég var ung og barnaleg. Mamma hugsaði um ekkert nema peninga, henni
hlaut að vera svona farið, hún var miklu eldri en ég. Hætt á ég yrði einnig
þannig eftir nokkur ár, hjartað eldist eftir því sem aldurinn færist yfir, verð-
ur hart eins og peningarnir. Engu að síður, mamma var ekki hæversk. Stund-
um tætti hún skjalatöskur af viðskiptavinum, stundum hélt hún eftir hatti,
ódýrum glófum eða göngustaf. Ég óttaðist að veður yrði gert út af þessu, en
mamma hafði rétt fyrir sér: „Við urðum að hrifsa eins mikið og við kæm-
umst yfir, við eltumst um tíu ár á hverju ári, hver liti við okkur þegar við
værum orðnar sjötugar eða áttræðar? Stundum, þegar viðskiptavinir drukku
382