Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 40
Timarit Máls og menningar
líklegur þótti til skeleggrar forustu í
frelsisbaráttu þjóðarinnar. Þar var
Jesús frá Nazaret nærtækasta dæmið.
Nýr sagnfróðleikur var þó ekki að-
alatriðið til að gera viðfangsefnið
heillandi. En lærdómurinn var lykill
að nýjum sannindum og rökstuddum
tilgátum um ný sannindi. í ljós kom
hver eyðan af annarri, og það varð
brennandi áhugamál að fylla í ein-
hverjar þeirra með skynsamlegum til-
gátum. Inngangsfræði Nýja testa-
mentisins var stórbrotin fræðigrein.
Þar var rætt um handrit ritanna,
sögu þeirra og aldur, að því er næst
varð komizt, mismunandi texta og á-
greining um réttasta þýðingu og rétt-
astan skilning, eftir því hvaða hand-
riti var fylgt. Maður reyndi að þoka
sér nær og nær höfundinum, gera sér
sem fyllsta grein fyrir afstöðu hans
lil viðfangsefnisins og draga af því
sem rökréttast álit á því, hvaða áhrif
sú afstaða hlaut að hafa á frásögn-
ina, val frásagnarefnis og blæ með-
ferðar.
Þá birtist hin títtumþenkta trúar-
persóna Jesú frá Nazaret í nýju ljósi.
Handiðnaðarmaður í litlu þorpi í lít-
ils virtum landshluta kemur allt í einu
fram á svið sögunnar, hristir og skek-
ur veldi innlendrar yfirstéttar og
skýtur kúgurum hernuminnar þjóð-
ar skelk í bringu.
En hver var hún, þessi persóna?
Þar um eru guðspjöllin einu heimild-
irnar. Þau flytja ræður hans og skýra
frá atburðum úr lífi hans, en allt þarf
þetta mikillar athygli við. Hve mikið
má treysta þessum frásögnum?
Fræðimenn þóttust hafa komizt
býsna nærri sögutímanum sjálfum
með elztu heimildir frásagnanna.
Manni var ekki með öllu ókunnugt
um þær skoðanir, að guðspjöllin
væru ekkert annað en helgirit og frá-
sagnir þeirra væru reistar utan um
trúarmýtur, sem hægt væri að rekja
fyrirmyndir að í ýmsar áttir. En þær
skoðanir komust aldrei á dagskrá í
Háskólanum, svo ég muni, enda voru
þær sízt til þess fallnar að gera við-
fangsefnið svo hugleikið sem raun
varð á. Það var einmitt sainband
sagnlegra staðreynda og trúarlegra
hindurvitna, sem gerði það svo stór-
brotið. Hvernig átti að greina þessa
þætti hvorn frá öðrum? Það var
aldrei gert svo, að ekki gæti orkað
tvímælis. En svigrúmið var mikið, úr
mörgu að velja, til að koma sanian
sem sennilegastri og rökrænastri
heild. Maður las sig inn í hug höf-
undarins út frá heildarstefnu ritsins.
I frásögninni var getið atburða, sem
lilaut að vera getið af þeirri ástæðu
einni, að stuðzt var við sannsöguleg-
an kjarna, og þetta var því greini-
legra, því meira ósamræmi sem var
milli frásögunnar og þess, sem höf-
undi myndi liggja mest á hjarta að
láta koma fram. A öðrum frásögnum
mátti sjá þess greinileg merki, að
staðreyndir höfðu verið sveigðar til,
342