Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar
Hann nmn þannig ekki þurfa að greiÖa aðflutningsgjöld af þeiin vélakosti
eða öðru því, sem flutt verður inn til landsins vegna verksmiðjunnar, en á
sama tíma mun íslenzki útvegsmáðurinn og íslenzki bóndinn þurfa að greiða
slík gjöld þegar hann kaupir bátavél eða dráttarvél.
Aætlað er að í verksmiðjunni muni vinna um 300 manns. Hið sama gildir
um þessa sölu á vinnuafli og söluna á raforkunni: Vinnuaflið verður ekki
hagnýtt til að skapa verðmætisauka fyrir þjóðarheildina, heldur hverfur sá
auki til hinna erlendu eigenda verksmiðjunnar. Hver og einn getur hugleitt
með sjálfum sér hvor muni gefa þjóðarheildinni meir í aðra hönd: verka-
maðurinn, sem samkvæmt kaupgjaldstaxta vinnur að því að bræða alúmín
fyrir útlenda fjáraflamenn eða sjómaðurinn, sem dregur fisk úr sjó til hag-
nýtingar íslenzkum aðilum.
I útvarpsumræðum i liaust sem leið upplýsti Stóriðjunefndarmaðurinn Pét-
ur Pétursson að sú fjárhæð, sem myndi falla til íslenzka þjóðarbúsins vegna
alúmínvinnslunnar, yrði sem næst 120 rnilj. króna á ári. Til samanburðar má
geta þess, að brúttóverðmæti framleiðslunnar í meðalstórri síldanrerksmiðju
í sumar sem leið var um 200 milj. króna. Er þá augljóst hvílíka smáfúlgu hér
er um að ræða miðað við allt það brambolt, sem haft er í frammi í sambandi
við stóriðjuna.
....... V
En það eru fleiri hliðar á stóriðjumálinu en sú fjárhagslega. Ég drep að-
eiús á nokkrar þeirra, þótt hægt væri að rita langt mál um hverja fyrir sig.
í fyrsta lagi verður að líta á atvinnuástandið eins og það er í dag, og þá
um leið á þá flutninga fólks úr dreifbýlinu og sjávarplássunum, sem um ára-
bil hafa verið eitt af höfuðvandamálum þjóðarinnar. Hægt er að segja með
sanni að fólk utan af landsbyggðinni hafi streymt hingað í þéttbýlið við
Faxaflóa.
Ef undan er skilið tímabundið atvinnuleysi á nokkrum stöðum á Norður- og
Vesturlandi er hægt að segja að sérhver vinnufær íslendingur hafi haft fullt
starf að yinna á undanförnum árum. Og raunar meir en það. Þrátt fyrir þá
staðreynd að við höfum flutt inn mikið vinnuafl frá Færeyjum þá getum við
ekki í dag mannað fiskveiðiflota okkar og sakir manneklu steðja miklir örðug-
leikar að fiskvinnslustöðvum okkar.
Ef hafin yrði byggin’g Búrfellsvirkjunar og alúmínverksmiðju -— og hvoru-
tveggju á að ljúka á 2—3 árum — þá myndi það vinnuafl sem til bygging-
312