Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 43
Uiblíugagnrýni, hneykslanir og pcrsónudýrkun kynna, að þeir væru að herma eftir þrótilausu gamalmenni, þegar þeir vilja fara nokkrum orðum um þessa andans hetju, sem bauð byrginn öll- um máttarstólpum síns þjóðfélags og erlendu hernámsveldi í kaupbæti. Mér var ljúft að prédika um Jesú sem fyrirmynd mannlegra dyggða, en öll trúarleg persónudýrkun var mér víðs fjarri. Af þessum sökum var mér ekkert sjálfsagðara en að setja fram ummæli mín um Jesú í sama formi og um- mæli um aðra menn, og mér datt aldrei annað í hug en hann risi keik- ur undir því. Þegar hann kallaði samborgara sína nöðrukyn og líkti þeim við kalkaðar grafir fullar af dauðra manna beinum, þá kallaði ég það skammaryrði og þóttist ekki finna annað orð betra yfir þann munnsöfnuð. Væru honum hins veg- ar lögð einhver þau orð í munn, sem mér þótlu loðin eða bera vott tak- mörkuðu gáfnafari, þá þóttist ég ekki í vafa um, að eitthvað hefði brjálazt í meðförum. En spekiyrði öll og snilliyrði taldi ég líklegt að honum væru réttilega eignuð, því að það þótti mér miklu eðlilegri þróun frá- sagna, sem ganga milli manna í strangtrúarsöfnuðum, að snilliyrði geti breytzt í loðmullu en flatneskja breytist í speki. En þessi eðlislæga afstaða mín til trúarlegrar persónudýrkunar dró dilk á eftir sér. Þegar maður var komiun sem sálnahirðir norður í Eyjafjörð, þá komst maður í samband við með- bræðurna á annan hátt en áður. Við prest sinn, sem var hinn látlausasti og hreinskilnasti í allri viðkynningu, ræddu menn trúarskoðanir sínar og trúarreynslu og leituðu álits hans. Þá var eingetnaðarkenningin mjög á dagskrá og umdeilt mál. Presturinn hafði ekki snefil af áhuga á málinu út af fyrir sig, en það stappaði nærri, að viðræðanda gæti verið það sálu- hjálparatriði, og því helgara sem honum var umræðuefnið, því fleira sagði hann óraleiðir frá allri skyn- semi. Þá var saminn og látinn á þrykk úr ganga bæklingur einn, sem bar heitið Var Jesús sonur Jóseps? Séra Haraldur hafði einu sinni tekið efnið til meðferðar í einni prédikun sinni, og það þótti ein snilldarlegasta prédikun hans, og var þá mikið sagt. Hann dró mjög úr mikilvægi ákveð- inna kenninga um þetta efni, lagði á- herzlu á, hve tilkoma hvers manns í þennan heim væri mikill helgidómur, og hann fór háfleygum orðum um helgi ástar manns og konu. Hins veg- ar þótti honum sem ekki væri fyrir það að synja, að óvenjulegir hlutir hefðu átt sér stað í sambandi við holdgun svo guðlegrar veru sem Jes- ús var. Presturinn í Saurbæ tók aftur á móti mjög hversdagslega á hlutun- um. Hann lauk bara upp biblíunni eins og hverri annarri gamalli bók og dró fram þá einföldu staðreynd, 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.