Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og mcnningar
sitt er auðvelt að ala ástaróra. Karlmenn og kvenfólk lögðu hvort í sínu lagi
net, veiddu hvort annað. Hinir ríku áttu nokkru stærra net, veiddu í það
nokkur stykki og völdu síðan úr. Ég var allslaus, hafði einu sinni ekki blett
til að ríða net mitt á. Ég varð að veiða með berum höndum eða flækjast
sjálf í annarra net. Ég var skýrari en þær, hyggnari.
XXX
Dag einn rakst ég á þessa litlu frauku, þessa, sem líktist postulínsdúkkunni.
Hún hélt mér fastri, eins og ég væri nákominn ættingi. Hún virtist hvorki
skilja upp né niður í hlutunum, sagði í fyllstu einlægni: „Þú ert góð, þú ert
góð. Ég sá eftir því, sá eftir því. Ég bað þig að sleppa honum. Æja, það
hefði verið betra að láta þig halda honum. Hann náði sér í einhverja aðra,
einhverja betri en við erum, hefur ekki komið til baka.“ Eftir að hafa þaul-
spurt hana, sagði hún mér, að þau hefðu fellt hugi saman og gifzt; hún virt-
ist enn elska hann. En hann hljópst á brott. Ég aumkaði þessa ungu konu, en
hún var enn á valdi draumanna, trúði ennþá á helgi ástarinnar. Ég spurði
hana um horfurnar. Hún sagði hún yrði að leita hans þar til hún fyndi hann.
En ef þú finnur hann ekki? spurði ég. Hún beit í varirnar, hún átti bæði for-
eldra og fósturforeldra. Hún átti ekkert frelsi, hún jafnvel öfundaði mig,
enginn skipti sér af mér. Að það skyldi vera til mannvera sem öfundaði mig,
það hlægði mig. Ég hafði frelsi, rugl. Hún hafði að borða, ég frelsi, hún
hafði ekkert frelsi, ég ekkert að borða — báðar vorum við kvenmenn.
XXXI
Eftir að ég hitti postulínsdúkkuna ákvað ég að selja mig einum karlmanni
einvörðungu. Ég ætlaði að bregða mér á leik, með öðrum orðum að vinna
fyrir mér með því að „rómansa“, fara í ástandið. Ég bar ekki siðferðilega
ábyrgð fyrir nokkrum, mig hungraði. Með því að „rómansa“ gæti ég satt
hungrið, rétt eins og ég yrði að vera södd til þess að geta „rómansað“. Þetta
var lokaður hringur, sama hvaðan var byrjað. Það var ekki mikill munur á
mér og skólasystrum mínum eða postulínsdúkkunni, þær bara byggðu fleiri
loftkastala en ég, ég var einarðari. Hungrið er dýpsti sannleikurinn. Alveg
rétt, ég fór að selja mig. Ég seldi það litla sem ég átti og keypti mér sviðs-
klæðin. Ég leit skrattann ekki svo illa út. Ég hélt á markaðinn.
378