Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 87
Carlo Levi Og aðdáendur hans heimtuðu Nó- belsverðlaun. En hann dó áður en röðin kom að Ítalíu. Levi var læknir, hann er á svipuð- um aldri og Laxness. Hann fæddist í Torino. Hann hvarf sneinma frá læknisstarfinu og sneri sér að mál- aralist. Hann fyrirleit fasistana og beitti sér gegn þeim svo að hann var handtekinn 1934. Þó slepptu þeir honum fljótlega en gripu hann af nýju árið eftir og sendu hann suður fyrir menninguna, suður í hin fátæku einangruðu héruð þar sem fólkið lifði frumstæðu lífi í skorti, það lifði í hjátrú fortíðarinnar og margir trúðu á galdra. Kristur nam staðar i Ebólí, þá bók skrifaði I.evi um dvöl sina á þessum slóðum og landið og fólkið. Ebólí er útbær þessarar byggðar, nafnið á bókinni táknar að hin kristna menning hafi ekki náð lengra, og þessi héruð hafi orðið út- undan, og ofurseld forneskjunni. IJá sagði lögreglustjórinn við mig á torginu í Avigliano í Lúkaníu: Það er rétt hj á Levi. Og það er ennþá satt. Kristur nam staðar í Ebólí. Hingað er hann enn ókominn.) Bók Levi fór um allan heim, hún var þýdd á meira en 20 tungumál. Síðan hefur Levi skrifað fleiri merkar bækur, hann hefur unnið mik- ið til þess að rjúfa einangrun Suður- Ítalíu og barizt með penna sínum á móti Mafíunni á Sikiley, hinni blóð- þyrstu glæpahreyfingu sem hefur hjálpað ríku barónunum og landeig- endunum að halda alþýðunni í eymd og fávísi. En hann lítur á sig sem málara þó hann hafi skrifað svo snjallar bækur. Og í stóru vinnustofunni eru allsstað- ar málverk, á veggjum, á trönum, og standa í stöflum upp við veggina allt í kring, það var hátt til lofts og ofar- lega í salnum voru svalir með tveim veggjum, inni í salnum. Og úti voru þessi háu grönnu tré. Þessi virðulegu tré sem boða frið í kirkjugörðum Suðurlanda, og svo furan, hin róm- verska fura. í þessum sal var hlutunum raðað þannig að þeir næðu samspili. Og þar trónaði hvít brjóstmynd úr gifsi eft- ir Levi sjálfan og hann hafði breitt svart flauel yfir höfuðið, og þar á of- an visnaðan laufkrans. Við sátum í vinnustofunni og töl- uðum meðan dimmdi. Við töluðum um Sikiley og Mafíuna og hvali og Marxisma og friðarhreyfinguna sál- ugu. Einu sinni var ég á skipi sagði Levi: og þá kom hvalur sem var þrisvar sinnum stærri en skipið, og hann stefndi beint á okkur. Þá héld- um við að við værum kapútt. En þeg- ar hann var kominn að okkur þá stakk hann sér skyndilega undir skip- ið og kom upp hinumegin. Hvalirnir eru vitrir. Levi varð mjög hissa þegar ég fór ofan í vasann og rétti honum hval- tönn að gjöf. 389
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.