Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
hvorki voru skil daga né inánaða. Þegar ég hugsaði til mömmu minntist ég
þess, að ég hafði lifað í 19 ár. Mér var ekki farið eins og skólasystrum
mínum, sem alltaf lengdi eftir leyfisdögum. Hátíðisdagar, nýjár, skólaleyfi
höfðu enga þýðingu fyrir mig. En líkami minn hélt áfram að þroskast, ég
fann það og það ruglaði mig enn meira í kollinum. Ég var áhyggjufull vegna
sjálfrar mín. Því þroskaðri sem ég varð því fallegri fannst mér ég verða,
þetta var mér nokkur huggun. Fegurðin gæti lyft mér í þjóðfélagsstiganum.
En ég átti ekkert rúm í þjóðfélagsstiganum, þessi huggun var í byrjun sæt,
síðan beisk, óendanlega beisk, og þó gaf hún mér líka stolt. Snauð en fögur.
Þetta olli mér kvíða, mamma var heldur ekki ósnotur.
XV
Ég hafði lengi ekki litið hálfmánann; þótt mig langaði til þess, þorði ég
það ekki. Ég hafði þegar útskrifazt, en hjó enn í skólanum. Á kvöldin voru
aðeins tveir starfsmenn í honum — karl og kona. Þau vissu ekki, hvernig
þau ættu að koma fram við mig; ég var ekki nemandi, ekki kennari, ekki
starfsmaður, þó einna líkust starfsmanni. Á kvöldin, ef ég gekk ein um í
garðinum, hrökklaðist ég oft inn undan hálfmánanum, ég hafði engan kjark
til að horfa á hann. En þegar ég sat inni var ég vön að hugsa um hvernig
hann liti út, einkum í aftanblænum. Andvarinn virtist geta borið eilitla birtu
inn að hjartarótum mínum, látið mig hugsa um fortíðina, aukið mér armæðu.
Hjarta mitt var eins og leðurblakan í mánaskini, hún var svört, þrátt fyrir
ljósið. Svartur hlutur verður alltaf svartur, jafnvel þótt hann geti flogið,
ég bar enga von í brjósti. En ég grét ekki, ég bara hnyklaði augabrúnirnar.
XVI
Ég vann mér nokkuð inn með því að prjóna fyrir nemendur. Skólastýran
leyfði mér þetta. En þeir kunnu líka að prjóna, svo það varð ekki mikið, sem
ég gat aflað mér. Það var ekki nema þeir væru mjög önnum kafnir og þyrftu
þess mjög við, eða langaði til að gera vettlinga eða hosur fyrir fjölskyldu
sína, að þeir báðu mig að prjóna. Samt sem áður varð ég nokkuð léttari í
bragði en fyrr. Mér kom jafnvel til hugar að ég gæti séð mömmu farborða,
hefði hún ekki stigið þetta skref. En mér varð strax lj óst, þegar ég taldi upp-
hæðina, að þetta var blekking, og mér varð þó rórra við þá tilhugsun. Mig
langaði að sjá mömmu. Ef ég skyldi finna hana, hlyti hún að koma með mér,
og við myndum finna einhver úrræði til að framfleyta okkur. Þetta lét ég mig
dreyma um þótt ég legði lítinn trúnað á það. Ég hugsaði oft til hennar, hún
370