Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar hvorki voru skil daga né inánaða. Þegar ég hugsaði til mömmu minntist ég þess, að ég hafði lifað í 19 ár. Mér var ekki farið eins og skólasystrum mínum, sem alltaf lengdi eftir leyfisdögum. Hátíðisdagar, nýjár, skólaleyfi höfðu enga þýðingu fyrir mig. En líkami minn hélt áfram að þroskast, ég fann það og það ruglaði mig enn meira í kollinum. Ég var áhyggjufull vegna sjálfrar mín. Því þroskaðri sem ég varð því fallegri fannst mér ég verða, þetta var mér nokkur huggun. Fegurðin gæti lyft mér í þjóðfélagsstiganum. En ég átti ekkert rúm í þjóðfélagsstiganum, þessi huggun var í byrjun sæt, síðan beisk, óendanlega beisk, og þó gaf hún mér líka stolt. Snauð en fögur. Þetta olli mér kvíða, mamma var heldur ekki ósnotur. XV Ég hafði lengi ekki litið hálfmánann; þótt mig langaði til þess, þorði ég það ekki. Ég hafði þegar útskrifazt, en hjó enn í skólanum. Á kvöldin voru aðeins tveir starfsmenn í honum — karl og kona. Þau vissu ekki, hvernig þau ættu að koma fram við mig; ég var ekki nemandi, ekki kennari, ekki starfsmaður, þó einna líkust starfsmanni. Á kvöldin, ef ég gekk ein um í garðinum, hrökklaðist ég oft inn undan hálfmánanum, ég hafði engan kjark til að horfa á hann. En þegar ég sat inni var ég vön að hugsa um hvernig hann liti út, einkum í aftanblænum. Andvarinn virtist geta borið eilitla birtu inn að hjartarótum mínum, látið mig hugsa um fortíðina, aukið mér armæðu. Hjarta mitt var eins og leðurblakan í mánaskini, hún var svört, þrátt fyrir ljósið. Svartur hlutur verður alltaf svartur, jafnvel þótt hann geti flogið, ég bar enga von í brjósti. En ég grét ekki, ég bara hnyklaði augabrúnirnar. XVI Ég vann mér nokkuð inn með því að prjóna fyrir nemendur. Skólastýran leyfði mér þetta. En þeir kunnu líka að prjóna, svo það varð ekki mikið, sem ég gat aflað mér. Það var ekki nema þeir væru mjög önnum kafnir og þyrftu þess mjög við, eða langaði til að gera vettlinga eða hosur fyrir fjölskyldu sína, að þeir báðu mig að prjóna. Samt sem áður varð ég nokkuð léttari í bragði en fyrr. Mér kom jafnvel til hugar að ég gæti séð mömmu farborða, hefði hún ekki stigið þetta skref. En mér varð strax lj óst, þegar ég taldi upp- hæðina, að þetta var blekking, og mér varð þó rórra við þá tilhugsun. Mig langaði að sjá mömmu. Ef ég skyldi finna hana, hlyti hún að koma með mér, og við myndum finna einhver úrræði til að framfleyta okkur. Þetta lét ég mig dreyma um þótt ég legði lítinn trúnað á það. Ég hugsaði oft til hennar, hún 370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.