Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 121
Mál og menmng
Iyrsta félagsbók Máls og menningar 1965 kemur út ekki miklu seinna en þetta síð-
búna tímaritshefti. Er það Bréj úr myllunni minni eftir Alphonse Daudet í þýðingu
Helga Jónssonar. Alphonse Daudet er franskur höfundur sem var uppi á síðari hluta
nítjándu aldar íd. 1897), og hefur lengi notið mikilla vinsælda bæði í Frakklandi og
annars staðar, ekki sízt fyrir þá bók sem Mál og menning gefur nú út. Bréf úr myllunni
minni er ein þeirra bóka sem örðugt er að telja til ákveðinnar bókmenntagreinar. Hún
skiptist í stutta þætti sem eru í margskonar formi: smásögur, frásagnir, skopsögur, ferða-
sögur, ævintýri. Efni flestra þessara þátta er sótt í mannlíf og náttúru Provence, þaðan
sem Daudet var upprunninn, en fáir höfundar hafa lýst því landi af jafn næmri skynjun
og ferskleika.
Með þessari bók brýtur Mál og menning raunar í bág við hefð sem komizt hefur á
í útgáfu félagsins á erlendum bókmenntum. Hingaðtil hafa semsé öll þau sýnishorn er-
lendra bókmennta sem Mál og menning hefur gefið út verið eftir tuttugustu-aldar höf-
unda, það hefur verið lögð öll áherzla á kynningu nútímabókmennta. Hinsvegar er það
kunnara en frá þurfi að segja að mjög mikið skortir á að sómasamlegt úrval erlendra
bókmennta fyrri alda (og þó ekki sé litið lengra en til nítjándu aldar) sé til á íslenzku.
Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Mál og menning leitist við að bæta úr þessari
vöntun með því að gefa út öðruhverju þýðingar á eldri ritum, enda þótt sjálfsagt verði
litið svo á eftir sem áður að félagið eigi fyrst og fremst skyldum að gegna við bók-
menntir þeirra tíma sem vér lifum á.
Tvær Heimskringlubækur koma út um sama leyti og félagsbókin: Úr landsuðri eftir
Jón Helgason, þriðja útgáfa þeirrar bókar, og Leynt og Ijóst, tvær sögur, eftir Ólaf Jóh.
Sigurðsson.
423
I.