Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
örlögum og það gæti verið ánægju-
legt viðfangsefni að reyna að kynnast
þessu fólki og gera sér sem nánasta
grein fyrir því. Ekki er mér nú full-
komlega ljóst, hvers vegna ég fór að
sækja samkomur til Arthúrs Gooks,
en sennilegasta ástæðan þykir mér
sú, að undir niðri hafi ég haft trú á
því, að guðhræðsla væri hvers manns
prýði, og samkomur þessar hafi átt
að vera nokkurs konar uppbót fyrir
það, að nú var engum húslestrum til
að dreifa.
Mér féll vel við Arthúr Gook sem
forstöðumann sértrúarsafnaðar.
Hann talaði rólega, hátíðlega, en þó
látlaust. Mér kom það þannig fyrir
sjónir, að hann væri einlægur í boð-
un sinni og nyti sérstakrar tegundar
af vellíðan fyrir trú sína. Ég átti þátt
í því þennan vetur, að kona ein, sem
ég þekkti á Akueyri, tók að sækja
samkomur á Sjónarhæð og með þeim
árangri, að hún endurfæddist. Hún
var gift hornfirzkum manni, og fyrir
þær sakir leitaði ég þau hjón uppi
og heimsótti þau oft um veturinn.
Heimilið var sárþjakað af veikind-
um og skínandi fátækt, og andlegt
þrek húsfreyjunnar var að þrotum
komið. Við endurfæðinguna varð
gagnger breyting á sálarlífi hennar
og þó einkum eftir að guð hafði veitt
henni þrek til að stíga í stólinn og
bera náð hans vitni fyrir öllum þing-
heimi. Syndaj átningar hennar eru
mér ekki minnisstæðar, enda efast ég
um, að hún hafi haft aðra synd á
samvizkunni en þessa erfðasynd, sem
er öllu mannkyni sameiginleg. En því
tíðræddara varð henni um kærleika
guðs, sem hafði gefið son sinn henni
og okkur öllum til frelsunar. Þessi
blessuð kona sat fyrir mér, þegar ég
kom út úr Dómkirkjunni frá prests-
vígslu 27. júní 1920, til að frambera
hamingjuóskir sínar. Síðan hef ég
hana ekki augum litið og veit ekki,
hvort hún er lífs eða liðin eða hvað
orðið hefur um börnin hennar, sem
ég minnist aðeins óljóst. En sé ein-
hver þessara aðila á lífi og lesi orð
mín og kannist við þessa atburði, þá
veit sá hinn sami eða þeir hinir
sömu, að enn er ég þessa minnugur
og mun til æviloka.
Arthúr Gook var mér hinn raun-
bezti kunningi. Hann vissi um erfið-
an fjárhag minn fyrsta skólavetur-
inn, og hann vissi, að vinnusnapir þá
ég með þökkum þá daga, sem liðu
frá prófi um vorið og þar til brúar-
gerð hófst frammi í Eyjafirði, en þar
hafði Páll Ardal útvegað mér sumar-
vinnu. Gook fékk mig til að vinna í
brekkunni við húsið sitt, og þar vann
ég fjóra tíma þann dag, sem ég lauk
prófinu. Þá var ekki verið að sóa,
hvorki tíma né öðrum verðmætum.
En næsta vetur, seinni veturinn, sem
ég var á Akureyri við skólanám, voru
samskipti okkar Gooks engin, og þá
kom ég aldrei á samkomur til hans.
Ekki er mér fyllilega ljós ástæða þess,
340