Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar örlögum og það gæti verið ánægju- legt viðfangsefni að reyna að kynnast þessu fólki og gera sér sem nánasta grein fyrir því. Ekki er mér nú full- komlega ljóst, hvers vegna ég fór að sækja samkomur til Arthúrs Gooks, en sennilegasta ástæðan þykir mér sú, að undir niðri hafi ég haft trú á því, að guðhræðsla væri hvers manns prýði, og samkomur þessar hafi átt að vera nokkurs konar uppbót fyrir það, að nú var engum húslestrum til að dreifa. Mér féll vel við Arthúr Gook sem forstöðumann sértrúarsafnaðar. Hann talaði rólega, hátíðlega, en þó látlaust. Mér kom það þannig fyrir sjónir, að hann væri einlægur í boð- un sinni og nyti sérstakrar tegundar af vellíðan fyrir trú sína. Ég átti þátt í því þennan vetur, að kona ein, sem ég þekkti á Akueyri, tók að sækja samkomur á Sjónarhæð og með þeim árangri, að hún endurfæddist. Hún var gift hornfirzkum manni, og fyrir þær sakir leitaði ég þau hjón uppi og heimsótti þau oft um veturinn. Heimilið var sárþjakað af veikind- um og skínandi fátækt, og andlegt þrek húsfreyjunnar var að þrotum komið. Við endurfæðinguna varð gagnger breyting á sálarlífi hennar og þó einkum eftir að guð hafði veitt henni þrek til að stíga í stólinn og bera náð hans vitni fyrir öllum þing- heimi. Syndaj átningar hennar eru mér ekki minnisstæðar, enda efast ég um, að hún hafi haft aðra synd á samvizkunni en þessa erfðasynd, sem er öllu mannkyni sameiginleg. En því tíðræddara varð henni um kærleika guðs, sem hafði gefið son sinn henni og okkur öllum til frelsunar. Þessi blessuð kona sat fyrir mér, þegar ég kom út úr Dómkirkjunni frá prests- vígslu 27. júní 1920, til að frambera hamingjuóskir sínar. Síðan hef ég hana ekki augum litið og veit ekki, hvort hún er lífs eða liðin eða hvað orðið hefur um börnin hennar, sem ég minnist aðeins óljóst. En sé ein- hver þessara aðila á lífi og lesi orð mín og kannist við þessa atburði, þá veit sá hinn sami eða þeir hinir sömu, að enn er ég þessa minnugur og mun til æviloka. Arthúr Gook var mér hinn raun- bezti kunningi. Hann vissi um erfið- an fjárhag minn fyrsta skólavetur- inn, og hann vissi, að vinnusnapir þá ég með þökkum þá daga, sem liðu frá prófi um vorið og þar til brúar- gerð hófst frammi í Eyjafirði, en þar hafði Páll Ardal útvegað mér sumar- vinnu. Gook fékk mig til að vinna í brekkunni við húsið sitt, og þar vann ég fjóra tíma þann dag, sem ég lauk prófinu. Þá var ekki verið að sóa, hvorki tíma né öðrum verðmætum. En næsta vetur, seinni veturinn, sem ég var á Akureyri við skólanám, voru samskipti okkar Gooks engin, og þá kom ég aldrei á samkomur til hans. Ekki er mér fyllilega ljós ástæða þess, 340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.