Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar hafi undarlega ótrú á andlegum þroska nemenda, kemur þetta víða fram í efnisvali og ekki síður í „skýringa“-hefti því er Skólaljóðunum fylgir. Þetta „skýringa“- hefti inniheldur „skýringar" á einstökum orðum, uppástungur um ritgerðarefni auk nokkurra upplýsinga um útgáfur á verkum ljóðahöfundanna og bendingar á ritgerðir og bækur um skáldin. Vissulega væri ástæða til að ræða þetta hefti frekar, en rúmsins vegna verður ekki farið út í það hér. Þó get ég ekki á mér setið að vekja athygli á þeim einstæða fróðleik sem höfundurinn virðist finna í bókmenntaskrifum Morgun- blaðsritstjóranna. Virðist hann fremur sjá ástæðu til að benda börnum á skriffinnsku þeirra, en sum helztu bókmenntaritlandsins. T. d. veit hann víst ekki að skrifuð hefur verið íslenzk bókmenntasaga. f fáum orð- um sagt; mér sýnist þetta „skýringa“-kver helzt vera ætlað til notkunar á fávitahælum. Þau stuttu æviágrip skáldanna, sem prentuð eru í Skólaljóðunum sjálfum, eru harla mis- jöfn að gæðum og sannleika. Mér sýnist þau bera fullmikinn keim af þeirri slúður- sagna-tilhneigingu, sem svo mjög gætir í sögukennslubókum, þegar listamenn eiga í hlut. Þar segir m. a. um Jón Thoroddsen: „Þar felldi hann hug til ungrar stúlku, en faðir hennar vildi ekki samþykkja ráðahag- inn nema með því skilyrði, að Jón færi utan og lyki laganámi“. Þá hljóta bömin meðal annars eftirfarandi fræðslu um Sig- urð Breiðfjörð: „Sigurður var talinn vinnu- samur, þótt hann væri alla tíð fátækur, enda ör á fé, gleðimaður mikill og sást þá ekki fyrir um eyðslu". Jóhannesar úr Kötl- um er helzt getið sem barnabókahöfundar. Um Stein Steinar er sagt að „hann var fyrstur íslenzkra skálda, sem markvisst stefndi að því að ryðja brautina fyrir nýtt ljóðform, órímuð eða hálfrímuð ljóð“. Gaman væri að fá nánari upplýsingar um hálfrímuð ljóð. Að öðm leyti mætti ráða af þessum orðum að allar endumýjunartil- raunir í íslenzkri ljóðagerð hafi verið kák eitt, þar til Steinn fór að yrkja. Þar að auki er það ekki rétt að Steinn hafi fyrstur Islendinga ort órímað ljóð. Kristján Gunnarsson hefur alloft þann liátt á, að fella niður eitt eða fleiri erindi úr þeim kvæðum, er hann hefur valið í bók- ina. Slíkt athæfi er jafnan mjög vafasamt, vægast sagt. Stundum getur þetta þó verið afsakanlegt, en oftar virðist mér þetta samt jaðra við misþyrmingu, svo ekki sé meira sagt. Ég vil sérstaklega benda á þá meðferð, sem ljóðaflokkur Steins Steinars, Tíminn og vatnið, hlýtur í bókinni. Tíminn og vatnið er, eins og flestum mun kunnugt, flokkur einstakra ljóða, sem bera númer í stað nafns. Hér er öllum númerum sleppt og síðan fellt úr eftir dutlungum safnarans. Ekki veit ég hvort safnarinn hefur fengið leyfi til þessarar aðgerðar, en ljót er hún. Að lokum vil ég svo minnast lítillega á teikningar Halldórs Péturssonar. Skreyt- ingu vil ég ekki kalla það, því mér þykir að þeim lítið skraut. Það kann að vera vel til fundið að myndskreyta Skólaljóð, sé það vel gert og í hófi, en hvorugt er hér við- haft. Sérstaklega vil ég benda á teikningu á bls. 61, þar sem sveinstauli einn er að klóra í hnakkann á „hazarskvísu" klæddri eftir nýjustu tízku úr Markaðinum: „Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega“. Þessar hendingar Jónasar eru prentaðar á sömu blaðsíðu. Bókmenntakennsla í skólum er sjálfsagð- ur hlutur og nauðsynlegur, og góð Skóla- ljóð geta komið þar að miklu gagni. f raun- inni ættu þau að vera undirstaða þeirrar kennslu. Það er því ekki lítið atriði hvern- ig til tekst um gerð slíkrar bókar og það er ábyrgðarstarf að setja hana saman og 406
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.