Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 98
Tímaril Máls og menningar ast þess af Kjarani, að Kjallakur verði leystur frá heitum sínum, en Kjaran neitaði að verða við þessari bón. Þá telja sendimenn Kjallak á að koma með þeim í óleyfi, og gerir hann það. Þegar Kjaran veit, að Kjallakur hefur strokið úr klaustrinu, formælir hann honum og biður hon- um þeirra óbæna, að hann verði vopnbitinn. Kjallakur tekur við kon- ungdómi, en lendir brátt á öndverð- um meið við nágrannakonung sinn, Guaire, og lauk viðskiptum þeirra á þá lund, að Kjallakur hrökklast í út- legð, en hverfur þó síðan til klaust- ursins aftur, þar sem Kjaran tekur hann í fulla sætt. Mýrþakur verður þá konungur, og Kjallakur stundar nám sitt af alúð og verður að lokum kjörinn til biskups, og þá lendir hann enn í andstöðu við Guaire, og flæm- ist frá biskupsstóli. Nú gerist Kjallakur einsetumaður og fer út í ey eina með fjórum félög- um sínum úr klaustrinu. Mýrþakur konungur kom oft til bróður síns til að ráðfæra sig við hann, og vakti það grunsemdir Guaires, sem ákvað að ráða Kjallak af dögum. I sögu Kjallaks er það tekið fram, að hann hafi verið frægur um ger- vallt írland fyrir gæzku sakir, og að allir menn unnu honum. Þess er enn fremur getið, að hann hafi verið fremstur manna á Irlandi að virð- ingu. Minnir þessi lýsing nokkuð á Kjartan Ólafsson, og einnig hitt, hvemig dauða þeirra bar að höndum. Kjallakur og þeir félagar þjónuðu guði sinum af miklum ákafa um alla langaföstu, og barst sú fregn um allt írland, að Kjallakur biskup lifði nú lífi einsetumanns. Þegar Kjallakur hefur fastað dyggilega um föstuna og páskar eru liðnir, koma sendimenn frá Guaire að bjóða honum heim, og bjuggu þó svik undir. Kjallakur neitaði að þiggja heimboðið, en þá lögðu sendi- menn hart að félögum Kjallaks að koma, og gerðu þeir það. I höll Guaires er þeim veitt vel, og þeir eru ginntir með heitum um fagrar konur og víðar jarðir, ef þeir lofi að vega Kjallak. Þeir snúa aftur til eyjarinn- ar eftir drykkjuveizlu og áts, og eru þá staðráðnir í að fremja þetta hermdarverk. Kjallakur sér undir eins á svip þeirra, hvað í hug þeirra býr, og biður þá að fremja ekki slik- an glasp, en þeir láta ekki segjast. Þeir setja Kjallak í bát og flytja yfir til lands, en hann biður þá um að veita sér einnar nætur frest. Þeir láta undan með tregðu, og geyma hann í holri eik til morguns. Um nóttina sofna þeir allir, en honum verður ekki svefnsamt, og þá kemur honum í hug að fiýja. Tvennt heldur þó aft- ur af honum. I fyrsta lagi minnist hann formælingar Kjarans og einnig þess, að ekki beri að flýja undan 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.