Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 86
Timarit Aláls og menningar
an kross, sagði Levi: þegar ég frétti
að fasistarnir hefðu myrt vin minn
Leo Ginzburg. Þann dag skrifaði ég
ekki neitt. Og Levi horfði út á torgið,
gamla betlikerlingin var enn á snöp-
um sem alltaf bað um fimm lírur og
þvoði sér hvorki né greiddi með und-
arlegan bruna í augunuin, og stund-
um sagði hún ekki bara grazie, held-
ur var einsog eldurinn teygði sig eft-
ir benzínslettu á götunni og sleikti
hann burt með snöggum blossa, og
kerlingin sagði: Bella compania.
Safnarinn í Texas á marga hluti,
sagði Levi: hann á lika handrit T. S.
Eliot að ljóðbálkinum: The IVaste
land með leiðréttingum sem Ezra
Pound gerði áður en hann var prent-
aður. Svo bætti hann við: þessi ágæti
safnari ætlar að lofa mér að fá ljós-
filmu af handritinu mínu að Krislur
nam staðar í Ebólí. Og horfði á reyk-
inn úr sígarettunni sinni hverfa upp í
mistraða nótt torgsins. Klukkurnar
voru hættar að slá tólf.
III
Á leiðinni heim til Carlo Levi gekk
ég yfir torg sem var einsog íþrótta-
völlur með æðandi bílum í ofsafengn-
um straumköstum og frammi fyrir
þeim hættum hugsar þú: maður
þyrfti að vera loftfimleikamaður til
þess að komast yfir. En með voðann
að baki kemstu inn í kyrran heim og
gengur um trjágöng, fjarlægist um-
ferðardyn með hinum hvínandi
hemlum, kveini hjólbarðanna sem
dragast eftir götusteinunum örstutt
því að allir hemlar eru skjótvirkir í
stórum borgum því á þá er fullkom-
lega treyst og flautuna. Hvað er ein
manneskja í stórborg? Og þú geng-
ur hjá gamalli járnbrautarstöð, þeir
eru löngu hættir að nota hana. Þarna
stendur hún einsog á leiksviði, það
er einsog eigi að fara að flytja La
Traviata með sinum indæla hjarta-
knosandi ljóðræna dauða, Violetta
sem er í ballkjólnum á keisaralegum
hægindum sveiflar sér upp á hæstu
tónana til að sjá yfir lífið og hóstar
svo undurlétt einsog hún sé bara að
ræskja sig til að endurfæðast í söng,
og byrja á Aidu í staðinn.
Þú gengur um hlið með litlu varð-
skýli með sínum gamla trúa þjóni og
kemur inn í trjágöng: teinrétt standa
kýprustrén og enginn vindur veifar
þeim í hægan dans, og ofarlega í trj á-
göngunum eru tvær manneskjur
skyggðar, þær hreyfast dökkar eins-
og ombres chinoises, kínverskar
skuggamyndir. Það var Carlo Levi,
konan kvaddi og fór. Þetta var dóttir
Saba, sagði Levi og heilsar.
Hver var Saba? Umberto Saba bjó
í Trieste og margir telja hann eitt-
hvert mesla skáld sem Italir hafa átt
á þessari öld, og fasistarnir bönnuðu
honum að prenta Ijóðin sín. Það var
ekki fyrren eftir fall þeirra að ljóða-
bókin hans Canzoniere kom út, ævi-
verk hans, átta hundruð blaðsíður.
388