Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 7
Um stóriðjumáliS
Bygging orkuversins mun taka 2—3 ár. Þegar á næstu mánuðum má ætla
að allverulegar kauphækkanir muni koma til framkvæmda. Enginn getur sagt
hvernig um verður að litast í efnahagsmálum okkar um þaíí bil sem hvgg-
ingu orkuversins væri að ljúka. en ]iaS mun ekki ofsögum sagt aS allt bendi
til þess aS virkjunarkostnaSurinn muni fara fram úr áætlun. Fullkomin óvissa
ríkir sem sé um hver stofnkostnaSurinn kann aS verSa og hiS sama gildir
raunar um rekstrarkostnaSinn. Fer ]iao algjörlega eftir bví í hve ríkum mæli
grípa þarf til gastúrbínustöSva þeirra, sem byggia á vegna hinna órannsök-
uSu ísamyndana í ánni.
Tekiur Búrfellsvirkjunarinnar munu koma frá tveim aSilum: íslenzkum
neytendum annarsvegar og alúmínverksmiSjunni hinsvegar. Hinn síSartaldi
af þessum tekiuliSum verSur fyrirfram ákveSinn því strax í upphafi verSur
gerSur samningur viS verksmiSjuna nm raforkusölu til hennar á verSi, sem
skal vera óbreytt í 25 ár.
DæmiS er því ofur einfalt: Fari svo sem allar líkur benda til aS stofri-
kostnaSur fog sennilega rekstrarkostnaSurinn líka) fari fram úr áætlun þá
verSur afleiSingin hækkaS raforkuverS til íslenzkra neytenda.
III
ÞaS eru engin rök fyrir því aS viS hefjumst nú handa til aS koma hér á
stóriSju í þeirri mynd, sem fyrirhugaS er af valdamönnum þjóSarinnar. Þ.aS
er hókstaflega ekkert, sem knvr okkur til slíkra framkvæmda. Þvert á móti.
011 rök hníga aS því aS viS eigum aS heita atorku okkar aS öSrum nærtækari
verkefnum, verkefnum, sem stand.a í beinu sambandi viS íslenzkt atvinnulíf.
verkefnum, sem myndu gefa þjóSarheildinni miklu meir í aSra hönd en alú-
mínvinnsla erlendra aSila.
ViS byggjum kostamikiS land. í iSrum jarSar er gnægS hita, fallvötn
okkar eru mörg og orkumikil, í kring um landiS eru beztu fiskimiS í ver-
öldinni.
ViS höfum á undanförnum árum unniS þrekvirki meS uppbyggingu fisk-
veiSiflotans og ennfremur á einu sviSi fiskvinnslunnar, sem sé hraSfrysting-
arinnar. A öllum öSrum sviSum fiskvinnslunnar stöndum viS fjölmörgum
JijóSum aS baki.
Nærtækasta verkefni okkar í dag er aS ráSa bót á þessu ástandi. ViS verS-
um aS hafa hugfast, aS fullkomin tæki og fullkomin tækni viS fiskveiSar er
aSeins einn þáttur í langri atburSarás. ÞaS nægir ekki aS hafa fullkomnustu
309