Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar heldur að vér viljum hefna á yður óréttar við oss, enda tryðu því fæstir. En hitt munuð þér seint færa oss heim sanninn um, að þér sitjið hjá í ófriðnum vegna skyldleika yðar við Spartverja, né hafið eigi gert á hlut vorn. En vér treystum á yður, að þér kostið kapps um það sem vér vitum báðir að er yður vinnandi vegur, enda var yður fullkunnugt eigi síður en oss, að sá ríkari hlýtur að ráða en sá lægri að lúta, en réttlæti manna á meðal þar aðeins er jafningjar eigast við. Meleyingar: Fyrst yður þykir vega minna réttlætið en nytsemin, þá er niikið undir því komið að þér spillið ekki beggja gagni. En það sem maður gerir tilkall til af sanngirni er voði vofir yfir honum, þá sé það réttur hans og verði honum að stoð, enda þótt hann leiði ekki rök þar til út í æsar. Og megið þér vel hafa þetta hugfast, því farið þér halloka fyrir óvinum yðar einhverju sinni, þá mun hegning yðar verða þeim mun harðari sem þér breytið grimmi- legar við oss og dæmi yðar víti til varnaðar öðrum þjóðum. Aþenumenn: Eigi kvíðum vér hruni ríkis vors þótt oss ætti ógæfan til að vilja, enda eru þeir sjaldan grimmir sigruðum óvini sem ríkja sjálfir yfir öðrum þjóðum, eins og til að mynda Spartverjar; en að vísu eigum vér nú ekki í ófriði við þá. Af hinu stafar meiri háski ef ánauðugir menn fara að yfirboðurum sínum og vinna sigur á þeim; en vér munum hætta til þess. En það sé yður lj óst fyrir augum og leiki á engum tvímælum, að vér erum komn- ir hingað af nauðsyn sjálfra vor, en heill ættlands yðar er í veði, því að vér höfum í hyggju að ríkja yfir yður þrautarlaust, enda gagn vort beggja að vér hlífumst við yður. Meleyingar: Að vísu er það yðar gagn að þér ríkið yfir oss; en vér vitum síður hvert gagn það er oss að þjóna yður. Aþenumenn: Hlýðni við oss er yður gagn fyrir þá sök að þér munuð þá komast hjá miklum þrautum; en oss eruð þér þarfari lífs en dauðir. Meleyingar: En þér fallizt þá ekki á að vér heitum yður friði og vináttu, en veitum hvorugum vigsgengi í styrjöldinni? Aþenumenn: Oss er síður ógagn að fjandskap yðar en vináttu, enda þætti þegnum vorum hún vita á óstyrk vorn, en hatur yðar á mátt og vald. Meleyingar: En virða þá þegnar yðar réttlætið á þann veg að þeir leggi að jöfnu nýlendumenn yðar sem hafa gert uppreisn gegn yður, en þér sigrazt á þeim, og hina sem aldrei hafa lotið yður? Aþenumenn: Þeim þykir að vísu vera nokkuð jafnt á komið með yður hvor- umtveggju um réttlætið; en hitt sé einsætt, að þér farið yðar fram meðan þér megið, en vér þorum ekki að veita yður atgöngu fyrir ótta sakir við afl yðar 350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.