Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
heldur að vér viljum hefna á yður óréttar við oss, enda tryðu því fæstir. En
hitt munuð þér seint færa oss heim sanninn um, að þér sitjið hjá í ófriðnum
vegna skyldleika yðar við Spartverja, né hafið eigi gert á hlut vorn. En vér
treystum á yður, að þér kostið kapps um það sem vér vitum báðir að er yður
vinnandi vegur, enda var yður fullkunnugt eigi síður en oss, að sá ríkari
hlýtur að ráða en sá lægri að lúta, en réttlæti manna á meðal þar aðeins er
jafningjar eigast við.
Meleyingar: Fyrst yður þykir vega minna réttlætið en nytsemin, þá er
niikið undir því komið að þér spillið ekki beggja gagni. En það sem maður
gerir tilkall til af sanngirni er voði vofir yfir honum, þá sé það réttur hans og
verði honum að stoð, enda þótt hann leiði ekki rök þar til út í æsar. Og megið
þér vel hafa þetta hugfast, því farið þér halloka fyrir óvinum yðar einhverju
sinni, þá mun hegning yðar verða þeim mun harðari sem þér breytið grimmi-
legar við oss og dæmi yðar víti til varnaðar öðrum þjóðum.
Aþenumenn: Eigi kvíðum vér hruni ríkis vors þótt oss ætti ógæfan til að
vilja, enda eru þeir sjaldan grimmir sigruðum óvini sem ríkja sjálfir yfir
öðrum þjóðum, eins og til að mynda Spartverjar; en að vísu eigum vér nú
ekki í ófriði við þá. Af hinu stafar meiri háski ef ánauðugir menn fara að
yfirboðurum sínum og vinna sigur á þeim; en vér munum hætta til þess. En
það sé yður lj óst fyrir augum og leiki á engum tvímælum, að vér erum komn-
ir hingað af nauðsyn sjálfra vor, en heill ættlands yðar er í veði, því að vér
höfum í hyggju að ríkja yfir yður þrautarlaust, enda gagn vort beggja að
vér hlífumst við yður.
Meleyingar: Að vísu er það yðar gagn að þér ríkið yfir oss; en vér vitum
síður hvert gagn það er oss að þjóna yður.
Aþenumenn: Hlýðni við oss er yður gagn fyrir þá sök að þér munuð þá
komast hjá miklum þrautum; en oss eruð þér þarfari lífs en dauðir.
Meleyingar: En þér fallizt þá ekki á að vér heitum yður friði og vináttu,
en veitum hvorugum vigsgengi í styrjöldinni?
Aþenumenn: Oss er síður ógagn að fjandskap yðar en vináttu, enda þætti
þegnum vorum hún vita á óstyrk vorn, en hatur yðar á mátt og vald.
Meleyingar: En virða þá þegnar yðar réttlætið á þann veg að þeir leggi að
jöfnu nýlendumenn yðar sem hafa gert uppreisn gegn yður, en þér sigrazt á
þeim, og hina sem aldrei hafa lotið yður?
Aþenumenn: Þeim þykir að vísu vera nokkuð jafnt á komið með yður hvor-
umtveggju um réttlætið; en hitt sé einsætt, að þér farið yðar fram meðan þér
megið, en vér þorum ekki að veita yður atgöngu fyrir ótta sakir við afl yðar
350