Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 15
flatarmáli og hefur um 30 miljónir
ibúa. Fyrir mörgum öldum fluttist
þetta fólk frá sunnanverðu Kína og
aðlagaðist fyrri íbúum eða tortímdi
þeim.
Frá því fyrir Krisls burð hefur allt
þetla svæði lotið kínverskum áhrifum
á sviði menningarmála og stjórn-
mála. Ritmálið, kenningar Konfúsí-
usar, réttarkerfið, byggingarstíll og
siðir, allt var þetta frá Kína komið.
Nafnið Vietnam (Langt í suðri) var
sennilega kínverskt að uppruna —
eins og Japan, sem merkir sólris, eða
land fyrir austan Kína.
Franskir kaupmenn, hermenn og
klerkar tóku að leggja Indókína und-
ir sig þegar kínverska keisaraveldið
hafði lamazt eftir Tæping-byltinguna
og ópíumstyrjaldirnar. í fyrstu var
bibliunni beitt en siðan fylgdi hið
áhrifameira slórskotalið siðmenning-
arinnar í kjölfarið. Árið 1885 höfðu
I rakkar lagt Indókína undir sig, og
fengu Kínverjar ekki rönd við reist,
enda höfðu þeir nógu að sinna heima
fyrir. Á þeim 55 árum sem Frakkar
drottnuðu í landinu gerðu þeir hafn-
ir og borgir, vegi og járnbrautir og
bjuggu vel í haginn fyrir landnema
sína og hernámslið, en innbornir
menn fengu litla siðmenningu í sinn
hlut. Eftir 55 ára stjórn Frakka
hermdu opinberar skýrslur að 2%
barna gengju í barnaskóla, hálfur
hundraðshluti komst upp í gagn-
fræðaskóla, og í Hanoi var einn há-
Strið og friður i Vietnam
skóli. I konungsríkinu Laos hafði
einn innborinn inaður hlotið læknis-
menntun. Árið 1943 varði nýlendu-
stjórnin 30.000 pjöstrum til bóka-
safna, 71.000 pjöstrum til sjúkrahúsa,
748.000 pjöstrum til skóla ... og
4.437.000 pjöstrum til þess að kaupa
ópíum sem selt var af ópíumeinka-
sölu rikisins.
Árið 1940 kröfðust Japanir þess
að fá yfirráð yfir landinu. Franski
hernáinsstjórinn Decoux var stuðn-
ingsinaður möndulveldanna, og hann
hlýddi fyrirmælum leppstjórnarinnar
í Vichy um að leggja nýlenduna Jap-
önum á vald. í staðinn leyfðu Japan-
ir Frökkum að gegna þjónustustörf-
um fyrir sig. Stjórnarkerfi Frakka lét
Japönum í té hrísgrjón og innlent
vinnuafl, en Japanir notuðu siðan
þessa aðstöðu til árása á alla Suður-
Asíu og Filipseyjar. Síðan gerðust
Japanir æ aðgangsharðari; frönsku
embættismennirnir urðu stöðugt að
ganga nær bændum. Talið hefur ver-
ið í Bandaríkjunum að meira en
tvær miljónir Annamíta hafi dáið úr
hungri á stríðsárunum — átta hundr-
aðshlutar íbúanna, eða um það bil
ferfalt fleiri en allir þeir Bandaríkja-
menn sem féllu í báðum heimsstyrj-
öldunum.
Annamítar hafa verið taldir blíð-
Iyndustu menn á jarðríki, en nú tóku
þeir að gerast skæruliðar í örvænt-
ingu þúsundum saman. Árásir voru
gerðar á einangraðar franskar her-
317