Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 79
Háljmáninn
og nokkur snotur klæði, aðeins á þann hátt gat ég réttlætt þetta agnarögn
fyrir sjálfri mér.
XXXV
Um tíuleytið morgun einn, ég hafði kastað yfir mig síðum slopp og sat
inni við, heyrði ég gengið um garðinn. Ég fór á fætur klukkan 10 á morgn-
ana, stundum fullklæddi ég mig ekki fyrr en kl. 12. Ég var ákaflega löt upp
á síðkastið, gat húkt í eina, tvær klukkustundir án þess að klæða mig. Ég
hugsaði ekki um neitt, vildi heldur ekki hugsa um neitt, bara húkti svona
alein. Skóhljóðið færðist nær hægt og léttilega. Að vörmu spori sá ég tvö
augu horfa inn í herbergið gegnum rúðuna í hurðinni. Horfa stundarkorn,
hverfa síðan. Ég nennti ekki að hreyfa mig og sat kyrr. Að skammri stundu
liðinni komu augun aftur. Ég gat ekki setið lengur, opnaði dyrnar hljóðlega:
„Mamma.“
XXXVI
Ég vissi ekki hvernig við mæðgurnar komumst inn, ekki heldur hvað við
grétum lengi. Mamma var orðin ótrúlega ellileg. Búðarmaðurinn hafði hald-
ið burt til æskustöðvanna, læðst á brott án þess að segja aukatekið orð. Ekki
skilið eftir grænan eyri. Hún hafði selt það sem til var, sagt upp húsnæðinu
og flutt í fátækrabústað1. Hún hafði leitað min í rúmlega hálfan mánuð. Að
síðustu kom hún hingað eins og af rælni, hafði alls ekki búizt við að finna
mig, en hér var ég þó komin þrált fyrir allt. Hún hafði ekki þorað að þekkja
mig, ef ég hefði ekki opnað, hefði hún máske farið burt. Þegar við vorum
búnar að gráta, hló ég eins og vitfirrt. Hún hafði leitað dóttur sinnar, en dótt-
irin var orðin að vændiskonu. Það var hún lika sjálf þegar hún ól mig upp.
Nú var skipt um hlutverk, ég varð að selja mig til að geta alið önn fyrir
henni. Þetta er hin arfgenga atvinnugrein konunnar.
XXXVII
Ég vonaði að mamma myndi hughreysta mig. Mig langaði að heyra hugg-
unarorð af vörum hennar, þótt ég vissi að þau voru ekkert annað en hjóm.
Mömmum er svo gefið að blekkja, ég vildi láta huggast af blekkingum henn-
1 Fátækrabústaður: Lokaður femingur einnar hæða húsa með húsagarði í miðju. Lé-
legt húsnæði, þar sem fátækt fólk og oft menn af hinum sundurlausustu gerðum búa.
Á kínversku einna næst „allra-handanna-garður“, ruslara-, samtínings-húsagarður. Ekkert
6amskonar til á vesturlöndum, en samsvarar fátækrahverfi í vesturlenzkri borg.
381