Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 36
Gunnar Benediktsson
BiMíugagnrým, hneykslanir
og persónudýrkun
Úr sjótSi minninga
VöRiÐ 1920 tók ég mitt kandídats-
próf í guðfræði. í skriflegri
nýjatestamentisfræði olli ég minni
fyrstu hneykslun í sambandi við nafn
Jesú frá Nazaret. Það bar að með
þeim hætti, að meðal þeirra setninga,
sem ég átti að skýra og skilgreina á
fræðilegan hátt, voru þessi fleygu
orð Jesú, sem hann slöngdi framan í
Faríseana og hina skriftlærðu: „Þér
nöðrukyn.“ í sambandi við skýringu
verkefnisins lét ég þann fróðleik
fljóta með til viðbótar því, sem stóð
í námsbókinni, að í trúarbrögðum
Austurlanda væri höggormurinn víða
tákn spekinnar, minntist í því sam-
bandi á höggorminn í syndafallssög-
unni, þegar hann flekaði þau Adam
og Evu til að verða skynsemigæddar
verur og opnaði augu þeirra fyrir
mismuni góðs og ills. Og í tilefni af
því lét ég orð að því liggja, að líta
mætti á orðin „þér nöðrukyn“ í
merkingunni „þér lærðu menn“, en
ekki þyrfti að líta á þau sem skamm-
aryrði.
Hér við var sett eitt stórt rautt
strik, sem skyldi tákna, að þetta væri
ekki alls kostar eins og það ætti að
vera. Það strik var sett af sjálfum
kennara fræðanna, prófessor Haraldi
Níelssyni. Hjá honum sjálfum sá ég
þetta rauða strik, og af hans eigin
vörum var mér sagt, að strikið væri
ekki til komið af þeim sökum, að
skýring min hefði þótt hæpin, heldur
var orðbragðinu um að kenna. Séra
Haraldur felldi sig ekki við það, að
orðið skammaryrði væri haft um
orð, sem heilög ritning lagði í munn
Jesú Kristi.
Hversu djúpstæð sem hneykslun
míns ágæta læriföður hefur verið út
af orðbragði mínu, þá hefur hneyksl-
un mín sízt verið minni út af því, að
hann skyldi hneykslast. Biblíuskýr-
ingarnar í Háskólanum voru mér
hugþekkasta námsefnið, sem ég
glímdi við á allri minni skólagöngu
til kandídatsprófs, og var það ekki
sízt verk séra Haralds að gera það
svo heillandi. Hann lauk upp fyrir
mér ritningunum í bókstaflegum
skilningi. Á uppvaxtarárunum komst
maður ekki mikið í kynni við biblíu-
gagnrýni. Einu sinni hafði ég að vísu
hlýtt á ræðuhöld Einars Jochumsson-
ar, þar sem hann las yfir Gísla
338