Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 62
Timarit Máls og mcnningar
mánann. Hann var svona íbjúgur daginn sem pabbi dó. Af hverju er hann
alltaf svona skakkur?“ Mamma svaraði enn engu til, hönd hennar skalf eilítið.
V
Mamma þvoði allan daginn fyrir fólk. Mig langaði alltaf til að hjálpa
henni, en komst aldrei að. Eg hlaut að bíða hennar, fór alls ekki heim að
sofa fyrr en hún var búin. Stundum hélt hún áfram af fullum móði eftir að
máninn var kominn upp. Þessir fúlu sokkar, sem búðarkarlarnir sendu, voru
harðir eins og kýrleður. Mamma kom ekki niður mat eftir að hafa bograð
yfir þessu „kýrleðri“. Eg sat við hlið hennar og horfði á liálfmánann. Leður-
blakan flögraði sífellt í lunglsgeislanum, eins og vatnahneta, sem er þrædd
á silfurstreng, og dunkaði síðan leiftursnöggt niður í myrkrið. Ég aumkaði
mömmu, en þó unni ég hálfmánanum öllu meir, nokkuð vegna þess að það
var mér léttir að horfa á hann. Hann var enn elskulegri á sumrin, þá lék
alltaf um hann kalt skin, eins og ísmola. Ég elskaði þennan föla bjarma sem
liann varpaði á jörðina og leið svo skjótt hjá. Þá var svo villulj óst, óskýrt,
jafnvel skuggar máðust út. Þegar jarðheimar voru einstaklega myrkvaðir,
urðu stjarnheimar sérlega bjartir og blómin einkar ilmandi. — Nágranninn
átti marga blómarunna. Blómin af lókustrjánum féllu stöðugt inn til okkar
eins og þunn snjódrífa.
VI
Hendur mömmu urðu hrjúfar eins og hreistrað roð, og notalegt að láta
hana nudda á mér bakið við kláðanum. En ég varaðist að ómaka hana,
hendur hennar voru svo sárar eftir alla þvottana. Hún varð horuð, því hún
hafði ekki lyst á að borða eftir að hafa þvegið fúlu sokkana. Ég vissi að hún
var að reyna að finna einhvern annan úrveg, enginn vafi. Oftsinnis henli
hún fötunum lil hliðar annars hugar. Hún talaði við sjálfa sig. Hvað ætlaðist
hún fyrir? Ég hafði ekki hugmynd um það.
VII
Mamma margáminnti mig að vera ekki bjálfaleg og að ég ælti að kalla
hann pabba, hún hafði fundið mér föður. Eg vissi að það var nýr pabbi,
því hinn var þegar niðri í jörðinni. Hún horfði framhjá mér meðan hún
áminnti mig. Hún sagði með tárin í augunum: „Hvernig get ég látið þig
svelta?“ Æjá, var það aðeins til að láta mig ekki svelta, að hún hafði fundið
mér nýjan föður? Ég skildi ekki margt, en ég var samt eilítið skelkuð, ól
364