Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 62
Timarit Máls og mcnningar mánann. Hann var svona íbjúgur daginn sem pabbi dó. Af hverju er hann alltaf svona skakkur?“ Mamma svaraði enn engu til, hönd hennar skalf eilítið. V Mamma þvoði allan daginn fyrir fólk. Mig langaði alltaf til að hjálpa henni, en komst aldrei að. Eg hlaut að bíða hennar, fór alls ekki heim að sofa fyrr en hún var búin. Stundum hélt hún áfram af fullum móði eftir að máninn var kominn upp. Þessir fúlu sokkar, sem búðarkarlarnir sendu, voru harðir eins og kýrleður. Mamma kom ekki niður mat eftir að hafa bograð yfir þessu „kýrleðri“. Eg sat við hlið hennar og horfði á liálfmánann. Leður- blakan flögraði sífellt í lunglsgeislanum, eins og vatnahneta, sem er þrædd á silfurstreng, og dunkaði síðan leiftursnöggt niður í myrkrið. Ég aumkaði mömmu, en þó unni ég hálfmánanum öllu meir, nokkuð vegna þess að það var mér léttir að horfa á hann. Hann var enn elskulegri á sumrin, þá lék alltaf um hann kalt skin, eins og ísmola. Ég elskaði þennan föla bjarma sem liann varpaði á jörðina og leið svo skjótt hjá. Þá var svo villulj óst, óskýrt, jafnvel skuggar máðust út. Þegar jarðheimar voru einstaklega myrkvaðir, urðu stjarnheimar sérlega bjartir og blómin einkar ilmandi. — Nágranninn átti marga blómarunna. Blómin af lókustrjánum féllu stöðugt inn til okkar eins og þunn snjódrífa. VI Hendur mömmu urðu hrjúfar eins og hreistrað roð, og notalegt að láta hana nudda á mér bakið við kláðanum. En ég varaðist að ómaka hana, hendur hennar voru svo sárar eftir alla þvottana. Hún varð horuð, því hún hafði ekki lyst á að borða eftir að hafa þvegið fúlu sokkana. Ég vissi að hún var að reyna að finna einhvern annan úrveg, enginn vafi. Oftsinnis henli hún fötunum lil hliðar annars hugar. Hún talaði við sjálfa sig. Hvað ætlaðist hún fyrir? Ég hafði ekki hugmynd um það. VII Mamma margáminnti mig að vera ekki bjálfaleg og að ég ælti að kalla hann pabba, hún hafði fundið mér föður. Eg vissi að það var nýr pabbi, því hinn var þegar niðri í jörðinni. Hún horfði framhjá mér meðan hún áminnti mig. Hún sagði með tárin í augunum: „Hvernig get ég látið þig svelta?“ Æjá, var það aðeins til að láta mig ekki svelta, að hún hafði fundið mér nýjan föður? Ég skildi ekki margt, en ég var samt eilítið skelkuð, ól 364
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.