Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar
stöðvar; innbornir hermenn hurfu
úr sveitum Frakka með vopn sín.
Föðurlandsvinir í þessari leynilegu
byltingarhreyfingu gerðu með sér
bandalag. 1943 sendu þeir Frökkum
tillögur um sameiginlega baráttu
gegn Japönum, en frönsku embættis-
mennirnir höfnuðu þeim hugmyndum
af yfirlæti og héldu áfram að láta
heri sína elta uppi föðurlandsvini
Annamíta.
Arið 1945 höfðu sveitir Annamíta
náð mörgum þorpum og höfðu ýms
héruð á valdi sínu, og gagnsemi
frönsku leppanna fór minnkandi fyr-
ir Japani. Skömmu áður en Þjóð-
verjar biðu ósigur í Evrópu handtóku
Japanir alla franska hermenn í Indó-
kína, afvopnuðu þá og settu þá í
hald, en þeir veittu naumasl nokkra
mótspyrnu. Síðan sneru Japanir sér
að því að reyna að friða innborna
menn. 1 landinu hafði verið innlend-
ur keisari að nafninu til, Bao Dai, en
hann hélt sig aðallega á Rívíera-
ströndinni í Frakklandi og lét hirð
mandarína eftir að framkvæma fyrir-
mæli Frakka. Nú mæltu Japanir svo
fyrir að skipting landsins í mörg
leppríki, sem Frakkar höfðu fram-
kvæmt, skyldi úr sögunni, og lýstu
yfir því að endurreist hefði verið
sjálfstætt einingarríki undir stjórn
Bao Dai keisara. í skjóli þessara að-
gerða reyndu Japanir að vinna bug á
sveitum frjálsra Vietnam-manna, en
svo nefndust skæruliðasveitir þær
sem gengu undir nafninu Viet Minh.
En Japanir fengu ekki við neitt ráð-
ið, skæruliðarnir náðu á sitt vald
hinu víðlendasta svæði, bæði i land-
inu norðanverðu og sunnanverðu.
Sömu vikuna og kjarnorkuárásin var
gerð á Hírósíma kom saman þing
Viel Minh, skipað fulltrúum hæði
frá norðurhlutanum og suðurhlutan-
um, og kaus hráðabirgðastjórn fyrir
landið allt, sem nefnt var hinu sögu-
lega heiti Vietnam. Þingið lýsti
stuðningi við fullveldi Kamhodju og
Laos en bauð þeim að taka þátt í að
mynda bandaríki Indókína.
Nú gerðust þeir óvæntu atburðir
að Viet Minh náði völdum á friðsam-
legan liátt. Fulltrúar lýðveldisins
Vietnams tóku upp samninga við yf-
irmenn japanska hersins. Samkvæmt
fyrirmælum frá Tokíó féllust Japanir
á að sveitir úr Viet Minh héldu inn í
borgirnar, þar á meðal höfuðborg-
ina, og þar skipulögðu lýðveldissinn-
ar starfsemi sína. Efnt var til kosn-
inga, og í Hanoi kom saman þjóð-
þing og gerði uppkast að fullveldis-
yfirlýsingu. 25. ágúst birti leppkeis-
arinn Bao Dai (sem var óðfús að
komasl á Rívíeraströndina) yfirlýs-
ingu þar sem hann „afsalaði sér völd-
um og afhenti þau lýðveldisstjórn-
jnni“. Hann kvaðst harma það að
hann hefði „ekki getað hjálpað þjóð
sinni“ undir stjórn Frakka og Jap-
ana.
Nokkrum dögum síðar feöfðu
318