Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 61
11 álj máninn
IV
Nýorðin átta ára hafði ég lært að veðsetja. Eg vissi vel að við hefðum ekk-
ert að borða ef við gerðum það ekki. Mamma sendi mig aldrei fyrr en í öll
önnur skjól var fokið. Avallt þegar hún sendi mig með lítinn böggul, vissi ég
að ekki var eftir spónfylli í pottinum. Potturinn okkar var stundum galtómur
eins og snyrtileg ekkjufrú. Einn dag bar ég spegilinn á brott. Þótt mamma
notaði hann daglega virtist hann samt vera eini hluturinn, sem við gætum
séð af. Það var vor, og bómullarstoppaður klæðnaður okkar hvarf í veðlána-
húðina um leið og við afklæddumst honum. Ég tók niður spegilinn, ég vissi
að ég yrði að fara varlega, varlega, en ganga samt hratt; þessari búð var
alltaf lokað snemma. Ég óttaðist stóru, rauðu hurðina, var hrædd við hátt
og langt búðarborðið. Hjartað fór að slá hraðara um leið og ég kom auga á
dyrnar. Ég varð að fara inn, jafnvel þótt ég yrði að skríða upp þessi háu
þrep. Ég þurfti á öllum niínum mætti að halda til að rétta fram hlutinn og
kalla: veðsetja, veðsetja. Ég tæki við peningunum og kvittuninni, gætti henn-
ar innvirðulega og flýtti mér heim af Jjví ég vissi mömmu órólega. En í þetta
skipti vildu þeir ekki líta við speglinum, sögðu mér að bæta við „fyrsta
merki“. Ég vissi hvað „fyrsta merki“ þýddi. Ég hljóp heim eins hratt og
fæturnir toguðu. Mamma grét hún kom ekki auga á neitt annað til að veð-
setja. Ég var vel kunnug í litla herberginu okkar, og mér fannst alltaf að
margt væri þar inni. Nú hjálpaði ég mömmu að finna einhver föt, sem mætti
veðsetja, og þá fyrst varð mér ljóst að við áttum svo lítið, svo lítið. Mamma
sendi mig ekki aftur til veðlánarabúðarinnar. En þegar ég spurði hana, hvað
við ættum að borða, rétti hún grátandi fram silfruðu hárnálina sína — þetta
var eini silfurmunurinn okkar. Ég hafði séð hana taka hana niður nokkrum
sinnum en aldrei fá af sér að afhenda mér hana. Amma hafði gefið henni
þetta höfuðdjásn á brúðkaupsdegi hennar. Nú rétti hún mér hana og sagði
mér að veðsetja hana með speglinum. Ég flýtti mér eins og ég mátti til veð-
lánarabúðarinnar, en þessar skelfilegu dyr voru þegar harðlæstar. Ég settist
á þröskuldinn haldandi um brúðargjöfina. Ég þorði ekki að gráta hástöfum,
en horfði upp í himininn, ó, tunglsgeislinn skein aftur gegnum tárin. Ég grét
mjög Iengi, mamma kom út úr skugganum og dró að sér hönd mína. Hve
hönd hennar var heit, ég gleymdi allri annæðunni, meira að segja hungrinu.
Meðan heit hönd mömmu leiddi mig var ég ánægð. Ég sagði með grátstaf
í röddinni: „Mamma, förum heim að sofa, ég get komið aftur á morgun.“
Manima svaraði engu. Við gengum um hríð. Ég sagði: „Mamma, sjáðu hálf-
363