Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 25. ÁRG. • 1964
4.
HEFTI ■ DES.
Haukur Helgason
Um stóriðjumálið
i
ISLENZKU þjóðinni er hin brýnasta nauðsyn að gera sér glögga grein fyrir
stóriðjumálinu, en þar er átt við virkjun Þjórsár við Búrfell og heimild
til handa erlendum aðilum til að byggja, eiga og starfrækja alúmínverksmiðju’
hér á landi.
Fyrir um það hil hálfri öld voru „fossamálin“ efst á baugi. Mikið af fall-
vötnum landsins voru þá í eigu útlendinga, en fyrir harða baráttu þeirra,
sem lengst sáu fram, var hinum erlendu eigendum meinað að hagnýta sér
eignarrétt sinn og þannig lauk málum, að íslenzku fossarnir komust allir í
eigu landsmanna sjálfra.
Allar götur síðan hafa það verið skráð og óskráð lög á þessu landi, að ís-
lendingar einir skyldu hafa rétt til atvinnurekstrar hér og um þetta höfum
við haft miklu strangari ákvæði en aðrar þjóðir. Að sjálfsögðu höfum við
með þessu verið að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, sem ekki má
sín mikils sakir fámennis og lítils eigin fjármagns.
Nú vinnur ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og aðstoðarmenn hans eins
og þeir dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, og Jónas Haralz, ráðunautur
ríkisstj órnarinnar í efnahagsmálum, að því sleitulaust að brjóta blað í sögu'
þjóðarinnar. Ætlunin er að veita erlendum aðila óskoraðan rétt til að starf-
rækja verksmiðju í einskonar „fríhöfn“ á íslenzkri grund. Með þessu er verið
að móta fyrir langa framtíð skipan atvinnu- og efnahagsmála okkar íslend-
inga.
Hér er um svo gagngera stefnubreytingu að ræða, að sérhver íslendingur
hefur ekki aðeins rétt heldur ber honum einnig skylda til að kynna sér málið
til hlítar. Þeim aðilum, sem um stundarsakir eru valdamenn þjóðarinnar má
ekki haldast uppi að ráðstafa í fljótræði rétti, sem jafnframt því að vera
305