Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 73
Háljmáninn óttaþyngri varð ég. Von mín var eins og skin nýs mána, sem fölnaði á einu augnakasti. Einar tvær vikur voru liðnar og vonin því veikari því lengur sem leið. Að síðustu beið ég ásamt hópi af ungum stúlkum fyrir framan lítið veit- ingahús eftir því, að valið væri milli okkar. Þetta var mjög lítið veitingahús, en forstöðumaðurinn var gríðarstór. Við vorum allar snotrar, allar útskrif- aðar frá barnaskóla, og biðum eftir að náðarbrauðið félli af himnum ofan, eftir því að þessi kenglaga lurkur veldi milli okkar. Hann valdi mig. Ég var honum ekki þakklát, en nokkur léttir var mér það engu að síður. Þessi stúlku- grey öfunduðu mig skelfilega, sumar fóru með tárin í augunum, aðrar ragn- andi. Hversu kvenfólk er verðlítið! XXVI Ég var gerð að „annarri" gestastúlku veitingahússins. Ég kunni ekkert til að bera á borð eða framreiða mat, skrifa reikning eða þekkja rétti. Ég var lítið eitt kvíðin. En sú „fyrsta“ sagði mér, að það væri óþarfi, hún kynni þetta ekki heldur, framreiðslumaðurinn sæi um allt slíkt. Það, sem við þyrft- um að gera, væri að hella í bollana, rétta fram handþerrur, ná í reikninginn. Furðulegt. Sú „fyrsta“ bretti ermarnar mjög hátt upp, ekki minnstu óhrein- indi sáust á hvítum uppbrotunum. Hvítur silkiklútur bundinn um úlnliðinn útsaumaður með þessum orðum: Litla systir, hve ég ann þér. Hún púðraði sig allan daginn, varirnar rauðar eins og blóðkeppur. Þegar hún kveikti í vindlingi fyrir gesti, studdi hún hnénu að fæti hans. Hún helti líka í vín- staupin, stundum fékk hún sér líka sopa. Suma gesti annaðist hún með stakri natni, aðra virti hún ekki viðlits. Hún leit framhjá þeim, þóttist ekkert sjá, þeim gestum varð ég að sinna. Ég var feimin við karlmenn. Af þessari litlu reynslu lærðist mér — hvað sem ást eða ekki ást líður — að karlmenn eru hræðilegir. Einkum þeir, sem borða í veitingahúsum. Þeir gerðu sér upp hæ- versku, þóttust alltaf vera að vægja fyrir öðrum eða gefa eftir á reikningnum. Þeir léku getfingur1 ofsalega, drukku vín, hámuðu í sig matinn eins og villi- svín gera. Settu út á af ásettu ráði, skömmuðu mann. Undirleit og rjóð í vöngum rétti ég þeim teið eða handþerrurnar. Þeir gerðu að gamni sínu við 1 Getfingur: Tegund af leik eða skemmtun, viðhaft í mannfagnaði eða við drykkju. Tveir menn sitja gegnt hvor öðrum, kalla til skiptis upp einhverja tölu og sperra um leið 1—5 fingur eða engan eftir geðþótta, mótstöðumaðurinn svarar með því, að sperra upp það marga fingur, að samanlagður fjöldi uppsperrtra fingra hans og þess sem byrjaði, verði sá sami og sú tala, sem sá er byrjaði nefndi. Þetta gengur mjög hratt fyrir sig. Fip- ist manni hefur maður tapað. 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.