Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar
rísku herjanna að hvergi rákust þeir
á „ofbeldismenn kínverskra komm-
únista“, eins og þeir höfðu búizt við.
í staðinn lentu þeir í því að elta
uppi (stundum með aðstoð úlfhunda
sem fluttir höfðu verið frá Þýzka-
landi) og taka þátt í að lífláta inn-
borna Suður-Vietnam-menn. Hvernig
mátti það vera? Ollum þessum fjár-
munum og valdi og stórvirku tækj-
um og öllum þessum harðsnúnu og
vel þjálfuðu stríðsmönnum var nú
beitt gegn berfættum, smávöxnum,
grindhoruðum, ormaveikum bændum
og börnum þeirra (með magann þan-
inn af næringarskorti), fólki sem
barðist ekki í einkennisbúningum
heldur tötrum, og ekki í skriðdrek-
um heldur í skjóli bak við tré á hrís-
grjónaökrunum sínum, hæðunum sín-
um, í frumskógunum sínum og fenj-
unum sínum? Hvernig mátti það
vera að bandarísku frelsararnir virt-
ust í engu frábrugðnir frönsku heims-
valdasinnunum sem áður voru í land-
inu? Eða að hinir einkennisklæddu
herir Diems — vellaunaðir, velnærð-
ir og fegnir að hafa starf og riffil til
að selja ef í nauðir ræki — virtust
í engu frábrugðnir leppherjum fyrri
tíma?
Þessar aðstæður höfðu engan veg-
inn góð áhrif á baráttuþrek Banda-
ríkjamanna. Bandarískir hermenn
eru engir heimskingjar og þeir gerðu
sér fljótlega ljóst hvað var á seyði.
Bandaríkjamenn vilja ekki aðeins
vera vel þokkaðir heldur vinsælir —
einkanlega meðal fólks sem þeir hafa
tekið að sér að frelsa. Þeir komust
fljótlega að raun um það, að ekki
var öll bandaríska aðstoðin notuð í
vopn til þess að berjast við Viet-
cong.1 Hún fór einnig í nýja bíla og
benzín handa þeim, ísskápa, frysta,
loftræstikerfi, mat, lyf, verkfæri og
marga aðra hluti sem þarflegir eru
á sínum stað. Öllum þessum vamingi
var úthlutað af Ngo Dinh Diem for-
seta og áhangendum hans til þess að
komast hjá spillingu. Af einhverjum
ástæðum lenti varningurinn ekki hjá
andkommúnistískum bændum heldur
hjá hershöfðingjum eða embættis-
mönnum — og var síðan, ó vei,
stundum seldur aftur á ævintýralegu
verði. Bandaríkjamenn lögðu til
mikið fé.
Skortur á nauðsynjum magnaðist;
húsaleiga og verðlag hækkaði upp úr
öllu valdi; verðbólgan hélt innreið
sína. Bandarískir liðsforingjar, sem
rúnir höfðu verið inn að skyrtunni,
báru fram kvartanir og skipulögðu
viðskiptabann á innlenda og erlenda
húsnæðismiðlara sem heimtuðu
meira en 350 dollara (15.000 kr.) á
mánuði fyrir tveggja og þriggja her-
bergja hús. Bóndi kemst þar ekki
1 Þetta orS var upphaflega fúkyrði um
elztu þátttakendurna í frelsisbaráttunni
gegn Frökkum og Japönum en er nú á
vesturlöndum notað sem heiti á „Þjóð-
fylkingunni“.
334