Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 91
Urn írsk atriði í Laxdœla sögu
meðferð átt sér stað, þótt um ekkert
samband sé að ræða. Og á hinn bóg-
inn er það engan veginn augljóst
mál, hvernig írskir þættir hafa kom-
izt inn í íslenzkar sögur. Er hér um
að ræða forn minni, sem varðveitzt
hafa í manna minnum frá landnáms-
öld og upphaflega komin hingað með
vestrænum landnámsmönnum? Og ef
svo er, má þá einnig gera ráð fyrir
meiri lífsseiglu írskrar og kristinnar
menningar íslendinga á tíundu öld
en stundum hefur verið gert? Er
hugsanlegt, að íslendingar hafi orð-
ið fyrir írskum áhrifum í kristni með
kynnum af latneskum bókum frá ír-
landi, svo sem helgra manna sögum?
Eða kynntust fslendingar að ein-
hverju leyti írskum hugmyndum á ír-
landi sjálfu eftir kristnitöku? Hér er
um margvísleg vandamál að ræða,
og er ekkert þeirra auðleyst, en mörg-
um mætti við bæta. Um síðustu
spuminguna er það að athuga, að
heimildir geta að vísu ekki um mörg
ferðalög íslendinga til írlands eftir
kristnitöku, en á hitt má að sjálf-
sögðu benda, hve vafasamt er að
draga ályktanir af þögn heimilda.
Utanlandsfara íslendinga er yfirleitt
ekki getið, nema sérstakar ástæður
liggi til. Til gamans má hér minna á
tvær írlandsfarir íslendinga. í Jóns
sögu helga er þess getið, að Gísl 111-
ugason færi til írlands með Magnúsi
berfætt, árið 1102, „og var hann for-
maður fyrir gíslunum, er Magnús
konungur sendi Mýrkjartan konungi
í Kunnöktum. En þar var einn nor-
rænn maður í förum með þeim,
kveðst kunna vel írsku og bauðst til
að kveðja konunginn, en Gísl lofaði
honum.“ írska Norðmannsins virðist
þó hafa verið heldur léleg, því að
kveðja sú, er hann valdi konungi, út-
leggst svo: „Bölvaður sért, þú, kon-
ungur.“ Höfundur Jóns sögu hefur
varðveitt tvær setningar á írsku, og
gæti slíkt bent til einhverrar írsku-
kunnáttu heimildarmanna, þótt um
það verði ekki fullyrt. Um Gísl ír-
landsfara segir Jóns saga ennfremur:
„Fór Gísl til íslands og þótti mikils
háttar maður og var þar til elli. Ein-
ar hét sonur hans, og var frá honum
mikil saga.“ Því miður er ekkert ann-
að vitað um Einar Gíslsson, en hann
hefur getað lifað nægilega lengi til að
vera heimildarmaður að írlandsþætti
föður hans í Jóns sögu. Um það bil
fjórum áratugum síðar en Gísl 111-
ugason kemur úr írlandsför, er þar
staddur annar íslendingur. í Kon-
ungsannál svokölluðum kemur fyrir
þessi setning við árið 1143: „Eyjólf-
ur Þórdísarson kom á írland.“ Um
Eyjólf þenna eru engar aðrar heim-
ildir til frásagnar. Tilviljun ein hef-
ur ráðið því, að heimildir geta um
þessar tvær írlandsferðir íslendinga
á fyrra hluta tólftu aldar. En er hitt
einber tilviljun, að báðar þessar
heimildir, Jóns saga helga og Kon-
ungsannáll, eru tengdar við Þing-
393