Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 109
 arinnar. Þessi víðtæka þjóðarhreyfing verð- ur í meðförum höfundar íog De Gaulle!) að „hreinustu ógnarstjórn" kommúnista, „stjórnleysi og ofbeldisaðgerðum þeirra“. Þorsteini blaðamanni er greinilega ofvaxið að skilja réttlæti þjóðlegrar byltingar, en hins hefði mátt vænta að hann forðaðist strákslegar glósur í riti sem þessu. 1 kaflanum „Handfylli af baunum" sem íjallar um stjómmálaátökin í landinu eftir frelsun þess undan nazismanum, gerir höf- undur sig beran að persónudýrkun sem blindar honum algjörlega sýn: Hann leit- ast ekki við að gera sér grein fyrir hinum raunverulegu ástæðum sem leiddu til mis- klíðarinnar með De Gaulle og „flokkun- um“. Hann gerist jafnvel kaþólskari en sjálf söguhetjan í andúð sinni á þingræð- inu. Ef hann hefði gefið sér tóm til að hugleiða hvemig það hefði mátt verða, að vinstri flokkarnir •— með langa lýðræðis- hefð Frakklands að baki — féllu í faðm þess manns sem sætti sig ekki við minna en persónulegt einveldi, þá hefði hann ekki tekið jafn klaufalega upp þykkjuna fyrir söguhetju sína. í köflunum „Maður verður að liverfa“ og „Alsír franskt" stiklar höfundur á áföngunum sem marka hnignun og niður- leið Fjórða lýðveldisins. Á þessari hröðu yfirferð (því að De Gaulle birtist hér að- eins í hinu óheppilega hlutverki niðurrifs- mannsins og grafara lýðveldisins) örlar naumast fyrir skilningi hjá höfundi á vnndamálum lýðveldisins; auk þess fær frásögnin öll blæ af natóskum áróðri og andkommúnisma af bamalegasta tagi. Dæmi valin af handahófi: „Bak við komm- únistahættuna lá rússneska ógnin, stríðs- hættan" ... „Atómsprengjur Bandaríkj- anna urðu ... eini vamarveggurinn gegn framrás rússneskra skriðdreka út að strönd Atlantshafsins“ ... „Marshall-hjálpin lækn- Umsagnir um bœkur aði skortinn, gróðrarstíu kommúnismans". Andúð mikils hluta frönsku þjóðarinnar á hinum bandarísku áhrifum, efnahagsleg- um og menningarlegum, er fylgdu í kjöl- far Marshallhjálparinnar, og ótti hennar við endurvakningu þýzku hernaðarstefn- unnar sem Bandaríkin beittu sér fyrir, urðu þess valdandi að „samstarf" Frakka við Nató varð aldrei „innilegt“, gagnstætt því sem höfundur heldur fram; þvert á móti réði þungi almenningsálitsins í Frakk- landi því að jafnvel hinar afturhaldssömu ríkisstjórnir eftir 1950 tregðuðust einatt við að fylgja hinni herskáu stefnu Nató- forystunnar. Andóf Frakka gegn henni byrjaði sannarlega ekki með De Gaulle. Af sömu rótum var runnin andstaða þeirra gegn fyrirætluninni um stofnun Evrópu- hers. Höfundur gerir einnig þátt Marshall- hjálparinnar í viðreisn fransks efnahags- lífs eftir stríðið stórum meiri en efni standa til. Hann var að vísu mikilvægur tvö fyrstu árin, en eftir stofnun Nató rann meira en helmingur hinnar bandarísku fjárhagsaðstoðar til vígbúnaðar, einkum til kaupa á bandarískri vopnaframleiðslu (1951: 140 miljarðar franka af 255 miljörð- um samtals). Slík var ósíngirni þessarar aðstoðar sem höfundurinn talar um í nærri því klökkum tón. Er þá ótalin hin vafa- sama aðstoð Bandaríkjanna við málstað franska imperíalismann í Indó-Kína. Hún reyndist sannkallaður bjarnargreiði við frönsku þjóðina og átti mikinn þátt í að draga stríðið á langinn. Eftir 1952 voru frönsku ríkisstjórnirnar h'tið annað en fjárhagslegir ómagar Bandaríkjanna. Þess vegna er sú fullyrðing höfundar út í hött, a. m. k. hvað Frakkland snertir, að Banda- ríkin hafi „ekki gert Evrópu sér háða efnahagslega". Hefðu Frakkar losnað við byrðar ný- lendustyrjaldanna sem urðu hanamein 411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.