Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar
ríminu var nauðsynlegt að láta jarð-
næðislausa sveitamenn þegar í stað
fá land, til þess að sýna að stjórnin
hefði einhvern hug á umbótum handa
þeim snauðu. Ef bændur voru ánægð-
ir gátu allar sveitirnar orðið örugg-
ur bakhjarl. Landeigendur, sem feng-
ið hefðu fébætur fyrir jarðir sínar,
hefðu getað orðið ný stétt athafna-
manna í borgunum. Úr hinni nýju
stétt smábænda hefði verið hægt að
þjálfa ungt fólk til þess að fram-
kvæma hentugar áætlanir um sam-
vinnufélög, áveitur, vegi, hreinlæti í
þorpum, heilsuverndarstöðvar, skóla,
sjúkrahús, sveitastjórn og svo fram-
vegis. Margir sjálfboðaliðar (lausir
við berkla og innyflasníkla) kynnu
þá að hafa verið fúsir til að taka
þjálfun og leggja til forustu til að
verja hlutskipti sitt fyrir kommúnist-
um eða hverri annarri hættu. Og
kannski hefðu engir kommúnistar
orðið eftir nema menntamenn á veit-
ingahúsum og andstæðingar kjarn-
orkusprengjutilrauna þegar aðrir en
Rússar eiga í hlut.
Diem þurfti ekki einu sinni að
brjóta sér leið með vopnavaldi eins
og Frakkar; í sveitum var allt í friði
þegar hann tók við völdum. Skipu-
lagðir herir Viet Minh höfðu verið
fluttir norður á bóginn, og víða í
suðurhlutanum, þar sem forustumenn
Viet Minh höfðu skipulagt sjálfboða-
liða gegn Frökkum og Bao Dai, hafði
þegar verið dregið úr gjöldum og
sköttum. Á nokkrum stórum plantekr-
um, þar sem innlendir og franskir
eigendur voru fjarstaddir, höfðu
leiguliðarnir fengið jarðnæði áður
en skæruliðar Viet Minh slitu sam-
tökum sínum 1955. Sumir gósseig-
endur sem flúið höfðu land og bænd-
ur að norðan fengu bólsetu á stjórn-
arjörðum, en Diem tók ekki upp
neina jafnréttisstefnu í landbúnaðar-
málum. Ný jarðnæðislög tryggðu
landeiganda allt að 250 ekrur —
margfalt meira en unnt var að rækta
án leiguliða. Bændur sem höfðu
skipt upp landi meðan Viet Minh fór
með völd voru auðvitað tortryggðir
af stjórn sem hafði einsett sér að
uppræta öll áhrif þeirra sem fyrst
tóku upp sjálfstæðisbaráttu í landinu.
í mörgum þorpum voru slíkir bænd-
ur fluttir í hópum út af „sýktum
svæðum“ og komið íyrir á sérstökum
eflirlitssvæðum, eftir að smitaðir ein-
staklingar höfðu verið fjarlægðir sér-
staklega.
Kenning Diems var sú að hvar sem
Viet Minh hefði haft aðsetur — og
það var í flestum þorpum — hlytu
að vera kommúnistar, svikarar,
njósnarar, óáreiðanlegt fólk. (Meiri-
hluti Viet Minh var upphaflega ekki
kommúnistar). Bróðir Diems, Ngo
Dinh Can, tók upp skipulega, stór-
fellda og grimmilega „hreinsunar“-
leiðangra gegn hundruðum þorpa,
þar sem allt hafði lengi verið með
kyrrum kjörum. „1958 versnaði á-
332