Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 99
refsingu drottins, ef honum er ætlað
þetta endadægur. Og á hinn bóginn
finnur hann nú til þess, hve slappur
og veikburða hann er eftir langa-
föstu. Þegar sólin kom upp, var Kjal-
lakur tilbúinn að mæta dauða sínum,
en áður en hann yrði drepinn, heils-
aði hann sólinni og liinum nýja degi
með stórfögru kvæði. Er því var lok-
ið, komu fjórmenningarnir og vógu
hann. í síðara hluta sögunnar segir
svo frá því, hvernig bróðir Kjallaks
hefndi hans.
VII
Hér að framan hef ég lauslega
drepið á, hvernig samsvaranir eru
ýmsar með Kjartani og Kjallaki:
guðrækinn maður, sem rækir vel
föstu, er veginn að afloknum páskum.
Þeir eru báðir frægir fyrir guðrækni,
og hvert mannsbarn (að örfáum und-
anteknum þó) ann þeim. En þegar
betur er að gáð, koma fleiri hliðstæð-
ur í ljós. I fyrsta lagi er vegandinn
í báðum sögunum bræðrungur og
fóstbróðir hins vegna. Að vísu voru
vegendur Kjallaks fjórir, en sá sem
hjó til hans fyrst, var bræðrungur
hans. í öðru lagi segir Laxdæla saga
frá því, að Án hrísmaga dreymir
draum um nóttina eftir miðvikudag-
inn, og lýsir Án honum svo: „Kona
kom að mér, óþekkileg, og kippti mér
á stokk fram. Hún hafði í hendi
skálm og trog í annarri. Hún setti
Urn írsk atriði í Laxdœla sögu
fyrir brjóst mér skálmina og reist á
mér kviðinn allan og tók á brott inn-
ýflin og lét koma í staðinn hrís. Eftir
það gekk hún út“. Draum Áns, föru-
nautar Kjartans, er hægt að bera
saman við frásögn Kjallaks sögu:
„Draumur minn á miðvikudagsnótt-
ina var er sannur“, sagði Kjallakur,
„að fjórir úlfar rifu mig og drógu
mig um burkna; að ég félli þá fyrir
björg og kæmi aldrei upp síðan“.
Með draumunum er fleira sameigin-
legt en það, á hverri nóttu þeir birt-
ust, þótt hins vegar séu þeir einnig
sundurleitir um önnur atriði. I þriðja
lagi má minna á það, að dauða
beggja, Kjallaks og Kjartans, hafði
verið spáð. I Laxdæla sögu er það
snemma gefið í skyn, að Fótbítur
verði banavopn Kjartans, og að þessu
er enn vikið í spádómi Gests: ,.Ekki
kemur mér að óvörum, þótt Bolli
standi yfir höfuðsvörðum Kjartans“.
Og svipuðu máli gegnir um aðvörun
Ólafs Tryggvasonar við Kjartan: „Þú
verður ekki vopnbitinn ef þú berð
þetta sverð“. En eins og fyrr er getið,
þá formælti Kjaran Kjallaki og bað
honum þeirrar bölbænar, að hann
yrði vopnbitinn. Og að þessu er vikið
enn, áður en Kjallakur er veginn. í
fjórða lagi má geta þess, að bæði í
Laxdælu og Kjallaks sögu (sumir
mundu ef til vill kalla söguna Kjall-
eklu), eru vegendur ginntir eða eggj-
aðir til að fremja glæpinn. Guðrún
26 TMM
401