Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar
myndarlíf, sem í draumheimum, en veruleikinn hrakti mig á svipstundu upp
af þessum draumum. Veröldin er ekki draumur, hún er lioldi klædd dýflissa.
Mamma sá örvæntingu mína, hún réði mér að giftast. Giftast, ég hefði að
borða og hún stuðning í ellinni. Eg var von hennar. En hver vildi kvænast
mér?
XLI
Ég hafði haft of mikil inök við karlmenn, því hafði ég gjörsamlega gleymt
hvað kallast ást. Ég elskaði sjálfa mig, ég var jafnvel hætt að geta elskað
sjálfa mig. Hvað ætti ég að gera með að elska aðra mannveru? En ef ég ætl-
aði mér að giftast, yrði ég að látast sem ég elskaði, segjast vilja búa með
honum alla lífstið. Þannig talaði ég við fjölmarga, meira að segja sór og sárt
við lagði, en enginn vildi hirða mig. Maðurinn verður slægur, þegar hann
lætur stjórnast af peningum. Betra að stela því en kaupa hóru, það sparaði
peninga. Ef ég byði mig ókeypis, þyrði ég að ábyrgjast, að allir myndu elska
mig.
XLII
Einmitt í þennan mund kom lögreglan til að grípa mig. Nýi lögreglustj ór-
inn var ákaflega siðavandur, ætlaði sér að hreinsa i burtu allar duldar vænd-
iskonur. Opinherar vændiskonur fengu að halda áfram verzluninni óhindrað,
af því þær borguðu skatt. Skattþegnar eru hreinir og beinir, siðavandir.
Þeir settu mig á uppeldisheimili. Þar var mér kennt að vinna: þvo, elda mat,
prjóna; allt kunni ég þetta fyrir. Hefðu þessi störf getað fleytt mér uppi,
hefði ég aldrei stundað svona kveljandi starf. Ég sagði þeim þetta, en þeir
trúðu því ekki, sögðu ég væri iðj uleysingi, gjörspillt. Þeir kenndu mér að
vinna, sögðu mér ég yrði að elska vinnuna. Ef ég elskaði vinnuna gæti ég
sjálf séð mér farborða í framtíðinni, eða gift mig. Þeir voru bjartsýnir. Ég
hafði hins vegar enga trú á þessu. Þeir voru upp með sér af árangrinum:
Nokkrir tugir kvenna höfðu gifzt eftir að hafa notið meðhöndlunar þeirra.
Þeir, sem vildu, gátu komið hingað, valið sér kvenmann fyrir tveggja dala
greiðslu og ábyrgð traustverðugs borgara. Þetta voru góð kaup fyrir karl-
mennina, en fyrir mér var þetta hlægilegt. Ég hreinlega hafnaði uppeldinu.
Þegar háttsettur embættismaður kom til að líta eftir okkur, hrækti ég í andlit
honum. Þeir vildu ekki láta mig lausa, ég var skaðræðisgripur. En þeir vildu
heldur ekki ala mig upp. Ég skipti um vistarveru, ég fór í tukthúsið.
384