Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar myndarlíf, sem í draumheimum, en veruleikinn hrakti mig á svipstundu upp af þessum draumum. Veröldin er ekki draumur, hún er lioldi klædd dýflissa. Mamma sá örvæntingu mína, hún réði mér að giftast. Giftast, ég hefði að borða og hún stuðning í ellinni. Eg var von hennar. En hver vildi kvænast mér? XLI Ég hafði haft of mikil inök við karlmenn, því hafði ég gjörsamlega gleymt hvað kallast ást. Ég elskaði sjálfa mig, ég var jafnvel hætt að geta elskað sjálfa mig. Hvað ætti ég að gera með að elska aðra mannveru? En ef ég ætl- aði mér að giftast, yrði ég að látast sem ég elskaði, segjast vilja búa með honum alla lífstið. Þannig talaði ég við fjölmarga, meira að segja sór og sárt við lagði, en enginn vildi hirða mig. Maðurinn verður slægur, þegar hann lætur stjórnast af peningum. Betra að stela því en kaupa hóru, það sparaði peninga. Ef ég byði mig ókeypis, þyrði ég að ábyrgjast, að allir myndu elska mig. XLII Einmitt í þennan mund kom lögreglan til að grípa mig. Nýi lögreglustj ór- inn var ákaflega siðavandur, ætlaði sér að hreinsa i burtu allar duldar vænd- iskonur. Opinherar vændiskonur fengu að halda áfram verzluninni óhindrað, af því þær borguðu skatt. Skattþegnar eru hreinir og beinir, siðavandir. Þeir settu mig á uppeldisheimili. Þar var mér kennt að vinna: þvo, elda mat, prjóna; allt kunni ég þetta fyrir. Hefðu þessi störf getað fleytt mér uppi, hefði ég aldrei stundað svona kveljandi starf. Ég sagði þeim þetta, en þeir trúðu því ekki, sögðu ég væri iðj uleysingi, gjörspillt. Þeir kenndu mér að vinna, sögðu mér ég yrði að elska vinnuna. Ef ég elskaði vinnuna gæti ég sjálf séð mér farborða í framtíðinni, eða gift mig. Þeir voru bjartsýnir. Ég hafði hins vegar enga trú á þessu. Þeir voru upp með sér af árangrinum: Nokkrir tugir kvenna höfðu gifzt eftir að hafa notið meðhöndlunar þeirra. Þeir, sem vildu, gátu komið hingað, valið sér kvenmann fyrir tveggja dala greiðslu og ábyrgð traustverðugs borgara. Þetta voru góð kaup fyrir karl- mennina, en fyrir mér var þetta hlægilegt. Ég hreinlega hafnaði uppeldinu. Þegar háttsettur embættismaður kom til að líta eftir okkur, hrækti ég í andlit honum. Þeir vildu ekki láta mig lausa, ég var skaðræðisgripur. En þeir vildu heldur ekki ala mig upp. Ég skipti um vistarveru, ég fór í tukthúsið. 384
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.