Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 60
Timarit Máls og menningar
kemur mér í hug að án þess að brjóta hana upp get ég aldrei fengið að sjá
hann aítur. En þessi kista var grafin djúpt í jörð niður. Ég man skýrt stað-
inn utan borgarinnar þar sem hún var grafin, líkust dropa sem fellur til jarð-
ar, það hlyti að reynast erfitt að leita hennar.
III
Við mamma vorum báðar klæddar hvitum serkjum, ég hafði aftur séð
hálfmánann. Það var kalt í veðri, mamma leiddi mig út úr borginni til að
vitja grafar pabba. Hún hélt á ofurþunnum pappaseðlum til að brenna á
gröfinni. Hún var mér einstaklega góð; þegar ég gat ekki gengið lengur bar
hún mig á bakinu, þegar við komum að borgarhliðinu keypti hún mér velgd-
ar hneíur. Hvaðeina var svo kalt, aðeins þessar hnetur voru volgar. Ég fékk
ekki af mér að eta þær, heldur yljaði mér með þeim á höndunum. Ég vissi
ekki hvað við höfðum gengið lengi en það hlýtur að hafa verið mjög lengi.
Mér hafði ekki fundizt það svona langt daginn sem pabbi var jarðaður, eða
máske það hafi verið vegna þess, hve margt fólkið hafði verið, núna vorum
við tvær einar. Mamma þagði, mig langaði heldur ekki til að segja neitt, allt
var hljótt. Þögnin virtist aldrei geta rofnað á þessum gulu leirtroðningum.
Dagurinn var stuttur, ég minnist grafarinnar: pínulítil moldarþúst, í fjarska
nokkur hæðardrög, sólin gægðist fram á milli þeirra. Mamma sinnti mér
ekki, skildi mig eina eftir til hliðar, vafði koll grafarinnar örmum og grét.
Ég sat hjá og néri hneturnar í lófunum. Þegar hún hafði grátið um stund
brenndi hún pappaseðlunum, askan þyrlaðist upp í hringa frammi fyrir mér
og féll síðan letilega til jarðar. Naumast var nokkur vindur en nístandi kalt.
Mamma grét aftur. Ég saknaði líka pabba, en ég vildi ekki gráta hann, ég tár-
felldi vegna mömmu sem grét svo beisklega. Ég togaði í hönd hennar og
sagði: „Mamma ekki gráta, ekki gráta.“ Hún grét enn beisklegar og faðmaði
mig að sér. Sólin settist, hvergi varð vart nokkurrar mannveru, aðeins við
tvær. Mamma virtist eilítið skelkuð og leiddi mig burt með tárin í augunum.
Við liöfðum gengið langa lengi, hún leit upp, ég snéri mér líka við. Gröf
pabba varð ekki lengur greind frá öðrum; grafir þöktu alla fjallshlíðina, hver
þústin af annarri allt að fjallsrótum. Mamma varpaði öndinni. Við gengum
ýmist hratt eða hægt; ennþá höfðum við ekki náð borgarhliðunum, þegar ég
kom auga á hálfmánann. Biksvart á báðar hendur, hljótt, aðeins kaldur geisli
hálfmánans. Ég örmagnaðist, mamma vafði mig að sér. Ég hef ekki hugmynd
um hvenær við komumst inn í borgina, ég man aðeins sem í þoku að það var
hálfmáni á lofti.
362