Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 65
Hálfmáninn
orðnar hjákvendi. Einhver sagði mér að sumar þeirra hefðu orðið duldar
vændiskonur. Ég skildi þetta ekki rétt vel, en ég fann af látbragði hennar,
að þetta var eitthvað slæmt. Þær virtust skilja þessi mál og töluðu gjarna
leynilega um þessa óeðlilegu hluti sem ég skildi ekki — þær roðnuðu í framan
þegar þær töluðu, en höfðu samt af því ánægju. Ég varð enn tortryggnari
í garð mömmu, ætlaði hún að gera mig að ... þegar ég útskrifaðist. Stund-
um, þegar ég var í þessum hugleiðingum þorði ég ekki að fara heim. Ég
varð hrædd við mömmu. Hún gaf mér stundum peninga fyrir aukahita, en
ég vildi ekki eyða þeim, fór frekar hungruð í leikfimi. Mig svimaði margoft.
Vatnið kom í munninn, þegar ég sá aðrar borða aukabitann sinn. En ég
varð að spara, ef mamma skyldi láta mig . .. gæti ég hlaupizt á brott, ef
ég ætti peninga. Þegar ég var ríkust átti ég yíir tíu sent. Jafnvel um heið-
bjarta daga var ég vön að mæna upp í himininn, ef ég skyldi koma auga
á hálfmánann. Ef armæða hjarta míns gæti tjáð sig í einhverju ákveðnu
formi, þá hafði hún lögun hans. Hann leið án þess að styðjast við nokkuð
um blátt himinhvolfið, varpaði daufu skini, sem hvarf í myrkrinu óðar en
varði.
XI
Sárast þótti mér að smátt og smátt lærði ég að hata mömmu. En hverju
sinni sem ég hataði hana, kom ósjálfrátt upp í hug mér mynd hennar þar
sem hún bar mig á bakinu til grafar pabba — og þá gat ég ekki lengur
hatað hana. Samt hlaut ég að hata hana. Hjartað í brjósti mér var eins og
hálfmáninn, sem aðeins er bjartur litla hríð og síðan ósegjanlega myrkur.
Karlmenn komu oft til mömmu, hún reyndi ekki lengur að dyljast fyrir
mér. Þeir horfðu á mig eins og hundar gera, tungan lafandi út um varimar
af frygð. Ég gat séð að ég var enn girnilegri í augum þeirra en mamma.
Á örstuttum tíma varð mér margt ljóst. Ég yrði að varðveita sjálfa mig.
Mér fannst að á líkama mínum væri einhver dýrmætur staður, ég fann af
sjálfri mér einhvem sérstakan þef sem olli mér blygðun, ástríðumergð. Það
var eitthvert afl innra með mér, sem annað hvort kynni að varðveita mig
eða tortíma mér. Stundum var ég full þróttar, hina stundina máttvana. Ég
vissi ekki hvað ég ætti að gera af sjálfri mér. Ég vildi elska mömmu, einmitt
núna þurfti ég margs að spyrja, ég þarfnaðist huggunar hennar; en ég hlaut
að forðast hana, hata hana, annars hlyti ég að tortímast. Þegar ég lá and-
vaka hugsaði ég kalt og rólega, fannst ég gæti fyrirgefið mömmu. Hún varð
að fylla tvo munna. Og þá fannst mér ég ekki lengur geta þegið af henni
367