Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 65
Hálfmáninn orðnar hjákvendi. Einhver sagði mér að sumar þeirra hefðu orðið duldar vændiskonur. Ég skildi þetta ekki rétt vel, en ég fann af látbragði hennar, að þetta var eitthvað slæmt. Þær virtust skilja þessi mál og töluðu gjarna leynilega um þessa óeðlilegu hluti sem ég skildi ekki — þær roðnuðu í framan þegar þær töluðu, en höfðu samt af því ánægju. Ég varð enn tortryggnari í garð mömmu, ætlaði hún að gera mig að ... þegar ég útskrifaðist. Stund- um, þegar ég var í þessum hugleiðingum þorði ég ekki að fara heim. Ég varð hrædd við mömmu. Hún gaf mér stundum peninga fyrir aukahita, en ég vildi ekki eyða þeim, fór frekar hungruð í leikfimi. Mig svimaði margoft. Vatnið kom í munninn, þegar ég sá aðrar borða aukabitann sinn. En ég varð að spara, ef mamma skyldi láta mig . .. gæti ég hlaupizt á brott, ef ég ætti peninga. Þegar ég var ríkust átti ég yíir tíu sent. Jafnvel um heið- bjarta daga var ég vön að mæna upp í himininn, ef ég skyldi koma auga á hálfmánann. Ef armæða hjarta míns gæti tjáð sig í einhverju ákveðnu formi, þá hafði hún lögun hans. Hann leið án þess að styðjast við nokkuð um blátt himinhvolfið, varpaði daufu skini, sem hvarf í myrkrinu óðar en varði. XI Sárast þótti mér að smátt og smátt lærði ég að hata mömmu. En hverju sinni sem ég hataði hana, kom ósjálfrátt upp í hug mér mynd hennar þar sem hún bar mig á bakinu til grafar pabba — og þá gat ég ekki lengur hatað hana. Samt hlaut ég að hata hana. Hjartað í brjósti mér var eins og hálfmáninn, sem aðeins er bjartur litla hríð og síðan ósegjanlega myrkur. Karlmenn komu oft til mömmu, hún reyndi ekki lengur að dyljast fyrir mér. Þeir horfðu á mig eins og hundar gera, tungan lafandi út um varimar af frygð. Ég gat séð að ég var enn girnilegri í augum þeirra en mamma. Á örstuttum tíma varð mér margt ljóst. Ég yrði að varðveita sjálfa mig. Mér fannst að á líkama mínum væri einhver dýrmætur staður, ég fann af sjálfri mér einhvem sérstakan þef sem olli mér blygðun, ástríðumergð. Það var eitthvert afl innra með mér, sem annað hvort kynni að varðveita mig eða tortíma mér. Stundum var ég full þróttar, hina stundina máttvana. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera af sjálfri mér. Ég vildi elska mömmu, einmitt núna þurfti ég margs að spyrja, ég þarfnaðist huggunar hennar; en ég hlaut að forðast hana, hata hana, annars hlyti ég að tortímast. Þegar ég lá and- vaka hugsaði ég kalt og rólega, fannst ég gæti fyrirgefið mömmu. Hún varð að fylla tvo munna. Og þá fannst mér ég ekki lengur geta þegið af henni 367
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.