Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 21
einn vin sem heitir frelsi, skyldi hann
hafna honum eða faðma hann að
sér? Á sama hátt og Sun Jat-sen
hafði Ho Chi Minh fylgzt með því
sem gerðist í Versölum; hann hafði
komizt að raun um það að Vietnam
var ekki á lista Wilsons forseta yfir
þau ríki sem fá skyldu sjálfsstjórn.
Það var hvorki Repúblikanaflokkur-
inn né Demókrataflokkurinn, heldur
kommúnistar einir, og Rússar einir
eftir byltinguna, sem hétu að hjálpa
kúguðum þjóðum sem staðráðnar
voru í því að berjast fyrir jafnrétti
gegn ofureflinu.
Á sama hátt og í Kína var það
verkefni byltingarinnar að taka for-
ustu og skipuleggja sundurleitan hóp
bænda — sem voru 90 hundraðs-
hlutar þjóðarinnar og ólæsir að 90
hundraðshlutum og bjuggu við hlið-
stæð skilyrði og í Kina eða verri, of-
fjölgun, sjúkdóma (80 hundraðshlut-
ar höfðu innyflasníkla), örvæntingu,
litla framleiðni og áþján. Sjálfstæði
og þjóðleg eining voru hinar áhrifa-
miklu undirstöðuhugsjónir í Indó-
kína, eins og í öllum nýlendum. Og
yrði stjórnarfarið „mannúðlegra“ en
undir veldi Frakka? Trúlega ekki um
sinn; fyrri forréttindamenn yrðu
látnir sæta refsingu fyrir ósjálfstæði
sitt þegar þeir hefðu misst franska
verndara sína. Samt voru leiddar yfir
þá inun meiri þjáningar þegar hern-
aðarlegur og stjórnmálalegur yfir-
StríS og jriSur í Vietnam
gangur Frakka stuðlaði að því að
beina Vietnam inn í herbúðir komm-
únista — með meiriháttar aðstoð
Bandaríkjamanna.
1950 viðurkenndu Rússland og
Kína Alþýðulýðveldið Vietnam, eins
og það var nú kallað. Eftir vopna-
hléð í Kóreu lögðu Rússar og Kín-
verjar til vopn, þjálfun og tækniað-
stoð sem tók að vega upp aðstoð
Bandaríkjanna til Frakka. Herir Viet-
nams margfölduðust og geta þeirra
óx. í suðurhluta landsins höfðu
Frakkar enn undirtökin, en í norður-
hlutanum komust þeir æ meir í varn-
araðstöðu. 1954 var her Frakka kom-
inn upp í 250.000 manns sem voru
önnum kafnir við að reyna að leggja
undir sig landið á nýjan leik — og
þeir höfðu kostað til meiru fé en öll
Marshallaðstoðin til Parísar hafði
numið.
Þá gerðust þau mistök að kjarni
franska hersins lenti í algerum ó-
göngum við Dien Bien Phu. Það var
ekki einvörðungu frönsk skyssa.
Bandarískir hermálaráðunautar voru
flæktir í málið, því þeir höfðu fallizt
á Navarre áætlunina miklu sem leiddi
til ófarnaðarins. Yfirhershöfðingi
Vietnams, Giap, sá fyrir áform
Frakka (sem byggðust aðallega á
röngu mati á aðdráttarleiðum),
fylgdi herstj órnaráætlun sem kalla
mætti „skref fyrir skref“, dró mátt-
inn úr sókninni og tókst að einangra
323