Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 21
einn vin sem heitir frelsi, skyldi hann hafna honum eða faðma hann að sér? Á sama hátt og Sun Jat-sen hafði Ho Chi Minh fylgzt með því sem gerðist í Versölum; hann hafði komizt að raun um það að Vietnam var ekki á lista Wilsons forseta yfir þau ríki sem fá skyldu sjálfsstjórn. Það var hvorki Repúblikanaflokkur- inn né Demókrataflokkurinn, heldur kommúnistar einir, og Rússar einir eftir byltinguna, sem hétu að hjálpa kúguðum þjóðum sem staðráðnar voru í því að berjast fyrir jafnrétti gegn ofureflinu. Á sama hátt og í Kína var það verkefni byltingarinnar að taka for- ustu og skipuleggja sundurleitan hóp bænda — sem voru 90 hundraðs- hlutar þjóðarinnar og ólæsir að 90 hundraðshlutum og bjuggu við hlið- stæð skilyrði og í Kina eða verri, of- fjölgun, sjúkdóma (80 hundraðshlut- ar höfðu innyflasníkla), örvæntingu, litla framleiðni og áþján. Sjálfstæði og þjóðleg eining voru hinar áhrifa- miklu undirstöðuhugsjónir í Indó- kína, eins og í öllum nýlendum. Og yrði stjórnarfarið „mannúðlegra“ en undir veldi Frakka? Trúlega ekki um sinn; fyrri forréttindamenn yrðu látnir sæta refsingu fyrir ósjálfstæði sitt þegar þeir hefðu misst franska verndara sína. Samt voru leiddar yfir þá inun meiri þjáningar þegar hern- aðarlegur og stjórnmálalegur yfir- StríS og jriSur í Vietnam gangur Frakka stuðlaði að því að beina Vietnam inn í herbúðir komm- únista — með meiriháttar aðstoð Bandaríkjamanna. 1950 viðurkenndu Rússland og Kína Alþýðulýðveldið Vietnam, eins og það var nú kallað. Eftir vopna- hléð í Kóreu lögðu Rússar og Kín- verjar til vopn, þjálfun og tækniað- stoð sem tók að vega upp aðstoð Bandaríkjanna til Frakka. Herir Viet- nams margfölduðust og geta þeirra óx. í suðurhluta landsins höfðu Frakkar enn undirtökin, en í norður- hlutanum komust þeir æ meir í varn- araðstöðu. 1954 var her Frakka kom- inn upp í 250.000 manns sem voru önnum kafnir við að reyna að leggja undir sig landið á nýjan leik — og þeir höfðu kostað til meiru fé en öll Marshallaðstoðin til Parísar hafði numið. Þá gerðust þau mistök að kjarni franska hersins lenti í algerum ó- göngum við Dien Bien Phu. Það var ekki einvörðungu frönsk skyssa. Bandarískir hermálaráðunautar voru flæktir í málið, því þeir höfðu fallizt á Navarre áætlunina miklu sem leiddi til ófarnaðarins. Yfirhershöfðingi Vietnams, Giap, sá fyrir áform Frakka (sem byggðust aðallega á röngu mati á aðdráttarleiðum), fylgdi herstj órnaráætlun sem kalla mætti „skref fyrir skref“, dró mátt- inn úr sókninni og tókst að einangra 323
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.