Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 31
standið enn“, segir Devillers. „Að-
ferðirnar voru yfirleitt alltaf þær
sömu: fyrst komu kærur, þá voru
þorp umkringd, framkvæmd innrás
og leit, grunsamlegt fólk handtekið,
rænt og ruplað, yfirheyrslur stund-
um fjörgaðar með pyndingum (einn-
ig á saklausu fólki), brottflutningar,
og „endurskipulagning“ á héraðsbú-
um þar sem menn voru grunaðir um
samskipti við uppreisnarmenn o. s.
frv.“. Mörg þorp voru brennd til
grunna og í rústunum voru hrannir
af sviðnum líkum. Þúsundir fjöl-
skyldna voru tættar í sundur og tor-
tryggilegir menn fluttir með valdi í
fangabúðir.
Það voru hvorki Norður-Vietnam
né kommúnistar í suðurhlutanum sem
mögnuðu að lokum uppreisn um ger-
vallar sveitir landsins, heldur Ngo
Dinh Diem sjálfur.
Árið 1957, áður en Diem hóf kúg-
un sína og hefndarverk i sveitum,
hafði stjórn hans farið með lögreglu-
vald og getað innheimt skatta í því
sem næst þremur fjórðu allra þorpa.
1962 hafði hann misst stjórn á svo
til öllu landinu nema Saigon, helztu
sveitamiðstöðvum og borgum og að-
alsamgönguleiðum. Samt hafði her
hans ferfaldazt á þessum árum. Auk
þess sem Bandaríkin höfðu lagt til
fjármagn sem var óðum að nálgast
þrjá miljarða dollara, höfðu þau nú
flutt 10.000 manna úr landher og
flugher til Suður-Vietnams til þess að
StríS og friSur í Vietnam
aðstoða við þjálfun og hernaðarað-
gerðir sveita Diems. Talið var þá,
að 1963 myndi Diem verða að beita
350.000 manna gegn einum 25.000
vopnuðum skæruliðum — „sem hafa
engar loftvarnabyssur, enga herbíla,
enga jeppa, enga sérfræðinga og að-
eins helztu fótgönguliðsvopn“. Meg-
inhluti hinna síðasttöldu var, eins og
venjulega í skæruhernaði, kominn
frá stjórnarliðinu.
Síðan 1960hafaskæruliðarnirkom-
ið upp „Þjóðfrelsisher“ með heildar-
stjórn sem er hluti af „Þj óðfylkingu“
og ræður yíir mörgum vel vörðum
herbækistöðvum og héruðum sem
lúta skæruliðastjórn. Flestir meðlim-
ir „Fylkingarinnar“ eru þjóðernis-
sinnar og ekki (enn) kommúnistar.
Neðanjarðarstarfsemin er mjög víð-
tæk. Ýmsir flokkar og hópar í borg-
unum styðja hana. Háttsettir menn í
hernum hafa samúð með henni.
Stefna hennar er ekki kommúnistísk,
heldur horgaraleg, lýðræðisleg og
þjóðernisleg. Hún krefst þess að
bændur fái jarðnæði, þjóðernis-
minnihlutar og trúflokkar fái sjálfs-
ákvörðunarrétt og að tryggð verði
mannréttindi. Hún hefur skuldbund-
ið sig til að „sameina landið smátt
og smátt með friðsamlegum aðferð-
um og samkvæmt samningum beggja
landshluta“ og taka þegar í stað upp
samvinnu á sviði efnahagsmála,
menntamála og póstmála.
Það var sérstakt vandamál banda-
333