Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 119
Erlend tímarit Stórum afdrifaríkt var það af hve mikilli léttúð Krústjoff virtist tilbúinn að hafa for- ustu um sundrungu hins sósíalistíska heims og kommúnistahreyfingarinnar. Þó létu ýmsir vestrænir kommúnistaforingjar, sem nú eru með böggum hildar út af brottför Krústjoffs, ógert að hefja upp raust sína um þetta mál. A Stalínstímabilinu slitnaði sambandið við eitt sósíalistískt ríki — Júgóslavíu — en Krústjoff hafði það af á ekki lengri tíma en þrem árum að slíta stjórnmálasambandi við eitt sósíalistískt ríki — Albanfu; reyndi að knýja fram út- legð Kína úr heimshreyfingu kommúnism- ans; og var kominn á fremsta hlunn að rjúfa stjórnmálasamband við Kína; spillti að stórum mun sambúðinni við Norður- Kóreu og Norður-Víetnam; og neyddi Rú- meníu til að gera uppreisn gegn efnahags- pólitík hans. Og á stjórnarárum Krústjoffs höfnuðu ýmsir kommúnistaflokkar utan sósíalistísku ríkjanna leiðsögn Moskvu, þar á meðal jafn mikilvægir flokkar og sá indónesíski og japanski. Margir aðrir flokkar, eins og sá indverski, belgíski og brasilíanski, klofnuðu gjörsamlega. Tilraun Krústjoffs að skella allri skuldinni fyrir þetta á kín- verska kommúnistaflokkinn fékk ekki hljómgrunn meðal óbreyttra flokksmanna utan Sovétríkjanna, enda þótt leiðtogar fc þeirra samþykktu sjálfkrafa hvert orð og athöfn sem dýpkaði gjána og stráði salti í sárin. Hið gífurlega framlag Sovétríkjanna til hernaðaraðstoðar við Indland, í því skyni að halda við því sem virðist vera tilbúin spenna við norðurlandamærin — í stað þess að hvetja Indverja til að jafna málin með samkomulagi eins og mörg ríki Asíu og Afríku hafa gert — er líka mál sem kommúnistaleiðtogar utan sósíalistísku landanna hefðu getað haft einhver áhrif á. Þessi stuðningur við hægristjóm í Indlandi sem virðist vera að gabba bæði Austur og Vestur til að veita sér sífellt meiri hjálp, hefur valdið Sovétríkjunum töluverðum á- Iitshnekki í Afríku og Asíu, en þar fara vinsældir Indlands stöðugt minnkandi. Framkoma indversku fulltrúanna á öllum ráðstefnum Afríku- og Asíuþjóða hefur vakið andúð flestra þátttakenda, og Ind- land er nú í rauninni einangrað á slíkum ráðstefnum eins og það er reyndar í Asíu og Afríkti. Engin furða að sárustu kvein- stafirnir út af afsetningu Krústjoffs bárust frá indversku blöðunum, ásamt ægilegum spádómum um það sem kynni að koma fyr- ir ef brottför Krústjoffs opnaði leið að kínversk-sovézku samkomulagi. Einn var sá háttur í persónulegri mála- meðferð Krústjoffs sem kom nánustu stuðningsmönnum hans stundum til að ör- vænta, en það voru ófyrirsjáanlegar sveifl- ur hans frá einni meiningu til annarrar. Gott dæmi um þetta var maísræktin. Arum saman þeysti Krústjoff um landið hvetj- andi bændur til að snúa sér að maísrækt. Ifveitiekrur Ukraínu voru lagðar undir maís; beitihagar Eystrasaltslandanna voru lagðir undir maís; allt landbúnaðarskipu- Iag Sovétríkjanna fór á ringulreið. Og á síðustu tveim árum hefur gengið mjög á gullbirgðir Sovétríkjanna, en hveiti í stór- um stíl verið keypt í Bandaríkjunum og Kanada. (Þetta kom af stað illkvittnisleg- um brandara sem var talinn eiga uppruna sinn að rekja til Jerevan-útvarpsins: „Hlustandi skrifar og spyr: Hvað er krafta- verk. Svar: Þegar sáð er hveiti í Kasakh- stan og uppskorið í Kansas.“) Á brezkri landbúnaðarsýningu sem ný- lega var haldin í Moskvu spurði fréttamað- ur Krústjoff hvernig honum litist á nokkra glæsilega maísstöngla sem þar voru til sýn- is. „Ojæja,“ svaraði hann, „maísinn er ekki lengur eftirlætisástin mín. Nú er það til- búinn áburður.“ Þetta var í fyrsta sinn sem 421
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.