Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar II. kafli er yfirlit um ýmis sálfræðileg prófkerfi. Það er grein höf. úr Menntamál- um, 3. h. 1962, með nokkrum breytingum, einkum er inngangur miklu rækilegri. Þar er staðtölufræði talin meðal „þeirra þriggja rannsóknaraðferða, sem mest tíðkast í nú- tíma sálarfræði" (bls. 29). Ekki get ég samsinnt því. Staðtölufræði nær hvergi til sálrænna staðreynda, en hún er stundum notuð sem hjálpargrein við úrvinnslu á nið- urstöðum, ef þær eru þess eðlis, að fært þyki að flytja þær yfir í talnaform. Elztu og líklega algengustu rannsóknaraðferð sálfræðinnar, sjálfsskoðun (introspection), fcllir höfundur undir orðið „klíníska að- ferð“. Þetta er að mínum dómi mjög vill- andi. Orðin „klínísk aðferð" og „klínísk sálarfræði“ notar höfundur um sálkönnun; sjálfsskoðun fær þannig aðra og þrengri merkingu en lengi hefir tíðkazt. Sálkönn- uður — ég nota þessi orð hér eftir eins og höfundur — beitir ekki sjálfsskoðun í venjulegri merkingu, enda cr hann að greina sálarlíf annars einstaklings, sjúk- lingsins. Eintal sjúklinga eða frásögn er ekki hægt að kalla sálfræðilega aðferð. Henni beitir sálfræðingurinn (læknandinn) aftur á móti við greiningu og túlkun þess, sem fram kemur hjá sjúklingnum. Aðferð hans má því kalla „klíníska", þótt ekki fari orðið vel í íslenzku, auk þess sem það er einnig notað um aðra sálfræðilega rann- sóknaraðferð, eins og höf. mun vel kunn- ugt. Sjálfsskoðunaraðferð beita fjölmargir sálfræðingar, sem ekki fallast á sálkönnun- ina sem heildarkenningu né beita hinum sérstæðu rannsóknaraðferðum hcnnar. I III. kafla snýr höf. sér að meginefni ritsins, að gera grein fyrir sálkönnunar- kenningu Freuds, nánar orðað þeim þætti hennar, sem snertir rannsókn og meðferð taugaveiklunar. Þó að hver blaðsíða beri aðdáun höf. á meistara sínum vitni, fylgir hann alls ekki margvíslegum öfgum, sem Freud leiddist út í. Sigurjón gagnrýnir ekki beinlínis, en gengur fram hjá sumum fullyrðingum Freuds, eins og þar þyrfti engra orða við. Þetta tel ég að ýmsu leyti mjög vel ráðið; fyrir bragðið verður bókin samfelldari og læsilegri. Glöggskyggni höf- undar á það, sem hann telur hagnýtt fyrir geðvernd og geðlækningar, og hófsemi lians í framsetningu og túlkun auðvelda honmn þessa aðferð. Hitt má vera, að gagn- rýni hans hefði reynzt vökulli, ef hann hefði valið og hafnað fyrir opnum tjöld- um. Framsetning efnisins er ekkert áhlaupa- verk. Framandi hugtök og torskilin orð ryðjast fram. Kerfi Freuds virðist að vísu auðvelt við fyrstu kynni. Maðurinn er klof- inn í eðli sínu; hvatir annars vegar, vit hins vegar. Frumhvatimar, sem fá óhindraða framrás í atferli dýrsins, rekast hjá manns- barninu harkalega á siðvendnikröfur sam- félagsins. Þær eru heftar og verða að sæta lagi að fá útrás í leyfilegu formi. Hér taka vitsmunirnir við stjóm, leyfa og banna og standa gegn ásókn óstýrilátra frumhvata. Þetta á einkum við um hina eðlislægu kyn- þrá, sem er virk hjá barninu allt frá fæð- ingu. I fyrstu fær hún svölun við móður- brjóstið, á oral-skeiðinu, sem höf. kallar, því næst flyzt nautnakenndin í endaþarms- svæðið — anal-skeiðið — og loks snýst kynþráin — ómeðvitað — að því foreldr- inu, sem er af gagnstæðu kyni. Kannski telur höf. kynþrá drengs til móður algeng- ari en sams konar tilhneiging hjá telpum, að minnsta kosti Iætur hann sér nægja að lýsa henni, ödípal-skeiðinu. En þó að þessi þróun sé barninu að mestu ómeðvituð, gerist hún ekki átakalaust. Hinn vitræni þáttur, sjálfið, bandar hemjulausum fram- hvötunum til baka, markar þeim rúm, vek- ur sektarvitund, og skilur þær þannig frá hinum siðfágaðri „vitræna þætti“. Þannig innibyrgðar heita frumhvatirnar það. f sér- 414
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.