Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
II. kafli er yfirlit um ýmis sálfræðileg
prófkerfi. Það er grein höf. úr Menntamál-
um, 3. h. 1962, með nokkrum breytingum,
einkum er inngangur miklu rækilegri. Þar
er staðtölufræði talin meðal „þeirra þriggja
rannsóknaraðferða, sem mest tíðkast í nú-
tíma sálarfræði" (bls. 29). Ekki get ég
samsinnt því. Staðtölufræði nær hvergi til
sálrænna staðreynda, en hún er stundum
notuð sem hjálpargrein við úrvinnslu á nið-
urstöðum, ef þær eru þess eðlis, að fært
þyki að flytja þær yfir í talnaform. Elztu
og líklega algengustu rannsóknaraðferð
sálfræðinnar, sjálfsskoðun (introspection),
fcllir höfundur undir orðið „klíníska að-
ferð“. Þetta er að mínum dómi mjög vill-
andi. Orðin „klínísk aðferð" og „klínísk
sálarfræði“ notar höfundur um sálkönnun;
sjálfsskoðun fær þannig aðra og þrengri
merkingu en lengi hefir tíðkazt. Sálkönn-
uður — ég nota þessi orð hér eftir eins og
höfundur — beitir ekki sjálfsskoðun í
venjulegri merkingu, enda cr hann að
greina sálarlíf annars einstaklings, sjúk-
lingsins. Eintal sjúklinga eða frásögn er
ekki hægt að kalla sálfræðilega aðferð.
Henni beitir sálfræðingurinn (læknandinn)
aftur á móti við greiningu og túlkun þess,
sem fram kemur hjá sjúklingnum. Aðferð
hans má því kalla „klíníska", þótt ekki
fari orðið vel í íslenzku, auk þess sem það
er einnig notað um aðra sálfræðilega rann-
sóknaraðferð, eins og höf. mun vel kunn-
ugt. Sjálfsskoðunaraðferð beita fjölmargir
sálfræðingar, sem ekki fallast á sálkönnun-
ina sem heildarkenningu né beita hinum
sérstæðu rannsóknaraðferðum hcnnar.
I III. kafla snýr höf. sér að meginefni
ritsins, að gera grein fyrir sálkönnunar-
kenningu Freuds, nánar orðað þeim þætti
hennar, sem snertir rannsókn og meðferð
taugaveiklunar. Þó að hver blaðsíða beri
aðdáun höf. á meistara sínum vitni, fylgir
hann alls ekki margvíslegum öfgum, sem
Freud leiddist út í. Sigurjón gagnrýnir
ekki beinlínis, en gengur fram hjá sumum
fullyrðingum Freuds, eins og þar þyrfti
engra orða við. Þetta tel ég að ýmsu leyti
mjög vel ráðið; fyrir bragðið verður bókin
samfelldari og læsilegri. Glöggskyggni höf-
undar á það, sem hann telur hagnýtt fyrir
geðvernd og geðlækningar, og hófsemi
lians í framsetningu og túlkun auðvelda
honmn þessa aðferð. Hitt má vera, að gagn-
rýni hans hefði reynzt vökulli, ef hann
hefði valið og hafnað fyrir opnum tjöld-
um.
Framsetning efnisins er ekkert áhlaupa-
verk. Framandi hugtök og torskilin orð
ryðjast fram. Kerfi Freuds virðist að vísu
auðvelt við fyrstu kynni. Maðurinn er klof-
inn í eðli sínu; hvatir annars vegar, vit hins
vegar. Frumhvatimar, sem fá óhindraða
framrás í atferli dýrsins, rekast hjá manns-
barninu harkalega á siðvendnikröfur sam-
félagsins. Þær eru heftar og verða að sæta
lagi að fá útrás í leyfilegu formi. Hér taka
vitsmunirnir við stjóm, leyfa og banna og
standa gegn ásókn óstýrilátra frumhvata.
Þetta á einkum við um hina eðlislægu kyn-
þrá, sem er virk hjá barninu allt frá fæð-
ingu. I fyrstu fær hún svölun við móður-
brjóstið, á oral-skeiðinu, sem höf. kallar,
því næst flyzt nautnakenndin í endaþarms-
svæðið — anal-skeiðið — og loks snýst
kynþráin — ómeðvitað — að því foreldr-
inu, sem er af gagnstæðu kyni. Kannski
telur höf. kynþrá drengs til móður algeng-
ari en sams konar tilhneiging hjá telpum,
að minnsta kosti Iætur hann sér nægja að
lýsa henni, ödípal-skeiðinu. En þó að þessi
þróun sé barninu að mestu ómeðvituð,
gerist hún ekki átakalaust. Hinn vitræni
þáttur, sjálfið, bandar hemjulausum fram-
hvötunum til baka, markar þeim rúm, vek-
ur sektarvitund, og skilur þær þannig frá
hinum siðfágaðri „vitræna þætti“. Þannig
innibyrgðar heita frumhvatirnar það. f sér-
414