Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 29
að og um ágreining sinn við Bao Dai.
(Af þeim sem rétt höfðu til þátttöku
greiddu innan við 15% atkvæði).
Síðan varð hann nýr þjóðarleiðtogi.
Þremur dögum síðar lýsti hann yfir
því að stofnað hefði verið ..Lýðveld-
ið Vietnam“ og tók við störfum sem
fyrsti forseti þess.
Ýmsir kynnu að ætla að Diem
hefði lagt sig í framkróka til þess að
ná sáttum við alla menntamenn sem
hægt var að nota í landi þar sem
þeirra var mikil þörf. í Saigon að
minnsta kosti voru margir þeirra and-
kommúnistar. En viðbrögð hans urðu
þveröfug. Hví skyldi hann sættast
við andstæðinga sína þegar hann
hafði gagnrýnislausan bandarískan
bakhjarl? Hann þurfti ekki að sætta
sig við hömlur frá neinum fjölda-
flokki. Diem braut á bak aftur alla
þá andspyrnu sein kynni að hafa
bjargað honum — hneppti marga í
fangelsi, hrakti aðra í útlegð eða inn
í frumskógana. Sjónarvottur að þess-
um atburðum, Philippe Devillers,
sagði svo frá: „Þessari kúgun var í
orði beint gegn kommúnistum. I
verki bitnaði hún á öllum þeim sem
voru svo djarfir að láta ágreining
sinn í ljós — lýðræðissinnum, sósíal-
istum, frjálslyndum, félögum í ýms-
um trúflokkum ...“. Cao Dai og Hoa
Hao eru frumstæðir en áhrifamiklir
trúflokkar, sérkennandi fyrir Suður-
Vietnam, og höfðu barizt gegn Frökk-
um af trúarástæðum. Diem beitti þá
StríS og jriSur i Viclnam
hinni mestu grimmd (og hrakti suma
fylgjendur þeirra yfir til kommún-
ista), svo að jafnvel páfagarði blöskr-
aði.
Slík voru viðhorf Diemstilmennta-
manna, stjórnmálafrelsis, trúfrelsis
og mannréttinda. En kannski þurfti
þjóðin umfram allt á sterkri stjórn
að halda? Voru ekki bændurnir það
fólk sem máli skipti ? Þess hefði mátt
vænta að jafn greindur maður og
Diem hefði eitthvað lært af reynsl-
unni í Kína, í Kóreu og í Norður-
Vietnam og af reynslu Frakka áður.
Hvert sóttu kommúnistarnir fylgi
sitt? Til „hins mikla meirihluta“ —
fátækra bænda sem voru reiðubúnir
að leggja lífið í sölurnar fyrir þá.
Hvers vegna? Bændur höfðu ekki
áhuga á byltingum, marxisma eða
kenningum. Þeir þráðu frið, hrís-
grjón, jarðarskika, lausn undan þján-
ingum, frelsi frá sligandi skuldum,
okri og sköttum, og tækifæri fyrir
börn sín til að læra að lesa og skrifa.
Þeir tveir miljarðar dollara sem
Bandaríkin lögðu í tilraunir Frakka
til þess að leggja landið undir sig á
nýjan leik hefðu getað staðið undir
friðsamlegum landbúnaðarumbótum
um land allt. Nú var komið nýtt tæki-
færi til þess að nota tvo miljarða af
bandarískum dollurum í viðbót. Og
þar sem nú var aðeins um hálft land-
ið að ræða hefði það átt að nægja
til nýrra afreka.
Til þess að rugla kommúnista í
331