Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 29
að og um ágreining sinn við Bao Dai. (Af þeim sem rétt höfðu til þátttöku greiddu innan við 15% atkvæði). Síðan varð hann nýr þjóðarleiðtogi. Þremur dögum síðar lýsti hann yfir því að stofnað hefði verið ..Lýðveld- ið Vietnam“ og tók við störfum sem fyrsti forseti þess. Ýmsir kynnu að ætla að Diem hefði lagt sig í framkróka til þess að ná sáttum við alla menntamenn sem hægt var að nota í landi þar sem þeirra var mikil þörf. í Saigon að minnsta kosti voru margir þeirra and- kommúnistar. En viðbrögð hans urðu þveröfug. Hví skyldi hann sættast við andstæðinga sína þegar hann hafði gagnrýnislausan bandarískan bakhjarl? Hann þurfti ekki að sætta sig við hömlur frá neinum fjölda- flokki. Diem braut á bak aftur alla þá andspyrnu sein kynni að hafa bjargað honum — hneppti marga í fangelsi, hrakti aðra í útlegð eða inn í frumskógana. Sjónarvottur að þess- um atburðum, Philippe Devillers, sagði svo frá: „Þessari kúgun var í orði beint gegn kommúnistum. I verki bitnaði hún á öllum þeim sem voru svo djarfir að láta ágreining sinn í ljós — lýðræðissinnum, sósíal- istum, frjálslyndum, félögum í ýms- um trúflokkum ...“. Cao Dai og Hoa Hao eru frumstæðir en áhrifamiklir trúflokkar, sérkennandi fyrir Suður- Vietnam, og höfðu barizt gegn Frökk- um af trúarástæðum. Diem beitti þá StríS og jriSur i Viclnam hinni mestu grimmd (og hrakti suma fylgjendur þeirra yfir til kommún- ista), svo að jafnvel páfagarði blöskr- aði. Slík voru viðhorf Diemstilmennta- manna, stjórnmálafrelsis, trúfrelsis og mannréttinda. En kannski þurfti þjóðin umfram allt á sterkri stjórn að halda? Voru ekki bændurnir það fólk sem máli skipti ? Þess hefði mátt vænta að jafn greindur maður og Diem hefði eitthvað lært af reynsl- unni í Kína, í Kóreu og í Norður- Vietnam og af reynslu Frakka áður. Hvert sóttu kommúnistarnir fylgi sitt? Til „hins mikla meirihluta“ — fátækra bænda sem voru reiðubúnir að leggja lífið í sölurnar fyrir þá. Hvers vegna? Bændur höfðu ekki áhuga á byltingum, marxisma eða kenningum. Þeir þráðu frið, hrís- grjón, jarðarskika, lausn undan þján- ingum, frelsi frá sligandi skuldum, okri og sköttum, og tækifæri fyrir börn sín til að læra að lesa og skrifa. Þeir tveir miljarðar dollara sem Bandaríkin lögðu í tilraunir Frakka til þess að leggja landið undir sig á nýjan leik hefðu getað staðið undir friðsamlegum landbúnaðarumbótum um land allt. Nú var komið nýtt tæki- færi til þess að nota tvo miljarða af bandarískum dollurum í viðbót. Og þar sem nú var aðeins um hálft land- ið að ræða hefði það átt að nægja til nýrra afreka. Til þess að rugla kommúnista í 331
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.