Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 33
yfir 350 dollara á tíu árum, og ekki
einn Vietnam-búi af þúsund á þvílíkt
hús. En þeir sem áttu slík hús studdu
Diem og baráttuna gegn yfirgangs-
mönnum kínverskra kommúnista.
Sömuleiðis kaupmennirnir, þótt Diem
megi eiga það að hann hefur reynt
að stöðva ópíumsmygl frá Laos og
Thailandi — þar sem lögreglan hafði
lengi fært sér í nyt útflutningseinka-
sölu.
Hvar var her Ho Chi Minhs? Sveit-
ir frá Norður-Vietnam hafa aldrei
farið yfir vopnahlésmörkin, sem eru
friðlýst og undir nákvæmu lögreglu-
eftirliti, til þess að aðstoða skæru-
liða í suðurhlutanum. En eftir 1962
hafa minni háttar vopnasendingar
verið fluttar yfir markalínuna í vax-
andi mæli. Augljóst er að ef her
Norður-Vietnams, sem nú er mjög
öflugur, héldi suður á bóginn með
nýtízkulegar vígvélar sínar og hefði
stuðning af lofther, gætu 10.000 land-
gönguliðar og nokkrar þyrlur ekki
komið í veg fyrir að sagan frá Dien
Bien Phu endurtæki sig á skömmum
tíma. Eftir hverju eru norðanmenn
að bíða? Þótt furðulegt megi virðast
hefðu þeir alþjóðalög sín megin; það
voru sunnanmenn sem höfðu að engu
einu samningana sem hlotið hafa al-
þj óðlega viðurkenningu. Hvaða
samningsaðili gæti fordæmt norðan-
menn fyrir að refsa löghrjótunum?
Ef slíkt gerðist hefðu Bandaríkin
enga löglega átyllu til ihlutunar. Þau
Stríð og friður í Vietnam
fengju ekki stuðning frá neinum
bandamanni sínum í NATO — allra
sízt Frakklandi — og myndu ekki
einu sinni fá samþykki aðildarríkj-
anna í SEATO.
Hvers vegna hafði Norður-Viet-
nam ekki skorizt í leikinn? Eftir að
Bandaríkin höfðu tekið að hlutast
til um mál í Suður-Vietnam og brot-
ið samkomulagið um kosningar 1956,
hætti alþjóðanefndin (Pólland, Kan-
ada og Indland) störfum. Kína og
Rússland láta nú Norður-Vietnam í
té hernaðaraðstoð opinskátt. En
gagnstætt því sem ýmsir vesturlanda-
menn ímynda sér hafa herir kín-
verskra eða sovézkra kommúnista
hvorki hertekið Norður-Vietnam né
Laos. En Rússland og Kína veita
Norður-Vietnam víðtæka efnahags-
og tækniaðstoð og í hópi 1.500 er-
lendra tæknifræðinga eru herfræð-
ingar frá báðum löndum. Kína og
Rússland hafa næsta hliðstæð áhrif
á vietnamska flokkinn og skoðanir
beggja eru boðaðar af aðilum innan
hans. En Ho Chi Minh leggur áherzlu
á að halda sjálfstæði sínu.
í upphafi hafði Ho greinilega hug
á því að styrkja jafnvægisaðstöðu
sína með því að hafa efnahagsleg,
menningarleg og stjórnarfarsleg
tengsl við Bandaríkin og Sameinuðu
þjóðirnar. Þá hefði hann fengið að-
stöðu í báðum herbúðum sem hefði
komið honum að gagni í samningum
innan samtaka kommúnista og einn-
335