Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
ert meira, þeir höfðu enga þýðingu fyrir mig. Vorið var kalt og dautt í brjósti
mínu. Ég vildi ekki gráta, en tárin féllu sjálfkrafa niður hvarma mína.
XVIII
Ég fór að leita mér að vinnu. Ekki til mömmu, ég viidi ekki liggja upp á
neinum, heldur afla mér sjálf viðurværis. Ég leitaði í tvo daga, fór að heim-
an með von í brjósti, en bar tár og ryk til baka. Það var ekkert til fyrir mig
að gera. Nú skildi ég loksins mömmu, fyrirgaf mömmu. Hún hafði þó þvegið
fúla sokka, það gat ég einu sinni ekki gert. Vegurinn sem hún hafði gengið
var hinn aleini. Lærdómur og siðgæði, sem ég hafði lært í skólanum, var
auvirða, aðeins leikfang fyrir kviðfulla iðjuleysingja. Skólasystur mínar
myndu ekki leyfa mér að eiga svona mömmu, þær hlógu að leigumellum. Það
var rétt, þær hlutu að líta svona á málin, þær höfðu að eta. Ég var næstum
ákveðin: Aðeins ef einhver gæfi mér að borða, skyldi ég gera fyrir hann
hvað sem væri, ég dáði mömmu. En ég vildi ekki deyja, jafnvel þótt ég hafi
hugsað til þess, nei, ég vildi lifa. Ég var ung, fögur og langaði til að lifa.
Skömmin var ekki mín sök.
XIX
Þegar ég hugsaði þannig, fannst mér eins og ég hefði þegar fundið vinnu.
Ég þorði að ganga um í garðinum, nýr máni óð á vorhimninum. Hann var
fagur. Himinninn var dökkblár og heiður, máninn bjartur og ylríkur. Varp-
aði varlega mildri birtu á pílviðargreinarnar. Léttur andvari í garðinum, bar
með sér blóma-angan og hrakti skugga pílviðargreinanna upp um Ijós hús-
hornin, og flutti þá síðan aftur á dimma staði. Birtan var ekki skær, skugg-
arnir ekki skarpir. Blærinn dró hægt andann, allt var milt, höfugt af svefni,
en bærðist þó létt og mjúklega. Milli mánans og toppa trjánna voru nokkrar
stjörnur, líkastar englaaugum, sem depluðu til króklaga mánans og vaggandi
greinanna. Hinum megin garðsins voru tré þakin hvítum blómum. Þau voru
að öðrum helmingi fannhvít í mánaskininu, á hinn helminginn bar gráan
skugga, sérstaklega stílhrein mynd. Nýja tunglið er upphaf vonarinnar, sagði
ég með sj álfri mér.
XX
Lg fór aftur að finna gömlu, feitu skólastýruna, hún var ekki heima. Ung-
ur maður hauð mér inn. Hann var mjög laglegur og hæverskur. Venjulega
fann ég mjög til feimni við karlmenn, en við hlið hans var ég laus við alla
372