Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
anir nú að'eins skipt um hlutverk frá
því sem áð'ur var. Enn streymdu
franskar hersveilir lii Saigon, og í
þeim var nú að finna þúsundir þýzkra
nazista sem leystir höfðu verið úr
haldi og teknir í útlendingahersveit-
ina. Heimamenn voru beittir hvers-
kyns harðrétti, og smám saman náðu
F’rakkar tengslum við Kambodju, og
írönsk yfirráð voru endurreist í
Phnom Penh. Brátt var liðstyrkur
Frakka kominn upp í 50.000 manna
í landinu sunnanverðu, og þurfti nú
ekki lengur á Bretum að halda. Grac-
ey hershöfðingi þó hendur sínar af
þeirri styrjöld sem þá þegar var köll-
uð la sale guerre — sauruga styrj-
öldin. Þegar hann sigldi brott söng
liðið „Hin gömlu kynni gleymast
ei“.
Frökkum tókst aldrei að undiroka
suðurhluta landsins að fullu, og í
norðurhlutanum urðu þeir að Iosna
við fjandsamlegar sveitir kínverskra
þjóðernissinna, en þær voru fjand-
samlegar vegna þess að allir Kínverj-
ar, þjóðernissinnar jafnt sem komm-
únistar, vildu heldur að Vietnam væri
sjálfstætt en franskt. Ho Chi Minh,
lciðtogi nýja lýðveldisins, hafði
lengi fengið nokkra aðstoð frá Kú-
omíntang, og kínversku herirnir
heimiluðu stjórn Vietnams að fara
með öll völd og koma upp höfuð-
borg i Hanoi. Að lokum keyptu
Frakkar með ærnum tilkostnaði (sem
Bandaríkin greiddu) Kínverja til að
kalla heim heri sína frá norðurhlut-
anum.
Vietnam-menn höfðu engan hug á
því að lúta kínverskri stjórn, en þeg-
ar kínversku herirnir fóru áttu þeir
hvergi bandamenn. Ekkert ríki hafði
sinnt orðsendingum lýðveldisins.
Sameinuðu þjóðirnar svöruðu ekki
umsókninni um aðild. Truman forseti
svaraði með því að senda Frökkum
í Saigon bandaríska hernaðaraðstoð
sem nam að verðmæti miljónum doll-
ara. Þegar Kínverjar bjuggu sig til
brottfarar vildi stjórn Vietnams í
Hanoi komast hjá frekari styrjöld í
landi sem þegar var hrjáð af hung-
ursneyð og leitaði samninga um ein-
hverskonar sjálfsákvörðunarrétt und-
ir yfirráðum Frakka.
Frakkar vildu ekki fallast á „sjálf-
stæði“. I samningum þeim sem
Frakkar gerð'u við Ho Chi Minh í
inarz 1946 var lýst yfir þvi að lýð-
veldið Vietnam væri „frjálst ríki“, er
hefði eigin ríkisstjórn, þing, her og
fjármálastjórn en væri hluti af banda-
ríkjum Indókína og „Franska ríkja-
sambandinu“. Kambodja og Laos
höfðu þegar verið skilin frá sem sér-
stök ríki, en samningurinn gerði ráð
fyrir almennri þjóðaratkvæðagreiðslu
um „sameiningu“ Norður- og Suður-
Vietnams (sem laut á ný herstjórn
Frakka). Frakkar áttu að senda í
hæsta lagi 15.000 manna her til norð-
urhlutans til þess að taka þátt í gæzlu-
störfum, ásamt 10.000 manna her
320