Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
fjórða lýðveldisins, ef De Gaulle hefði
setið áfram við stjórn eftir 1946? Höfund-
ur varpar spurningunni fram, án þess þó
að svara henni. Þá gefur hann í skyn að
sterk ríkisstjóm undir forsæti De Gaulle
hefði forðað lýðveldinu frá hrunadansin-
um, svo framarlega sem ekki hafi verið
„eintómir óviðmælanlegir kommúnistar í
sjálfstæðishreyfingu Indó-Kína“ (og Ho
Chi Minh var sannarlega ekki óviðmælan-
legur árið 1946, hann var þvert á móti
manna ákveðnastur í að semja við Frakka
gegn viðurkenningu þeirra á sjálfstæði
landsins sem De Gaulie hafði lofað nýlend-
unum á stríðsárunum). Þessi tilgáta er
liarla ósennileg, svo ekki sé meira sagt.
Eins og höfundur segir sjálfur „sendi De
Gaulle fyrstu hersveitirnar austur í Indó-
Kína í stríðslok til að vernda hagsmuni
Frakklands", þ. e. nýlenduhagsmuni þess
með hinni efnahagsiegu og félagslegu und-
irokun sem þeim voru samfara. Það er
mjög ósennilegt að stórfrakkinn De Gaulle
hafi verið reiðubúinn, árið 1946, að fórna
— þó ekki væri nema að nokkru leyti —
eignum franskra plantekrueigenda og auð-
hringa eins og óhjákvæmilegt hefði verið
til að ná samkomuiagi við sjálfstæðis-
lireyfinguna. Þessi skoðun styðst ennfrem-
ur við þá staðreynd að í öllum andróðri
sínum gegn Fjórða lýðveldinu sá De Gaulle
sízt ástæðu ti! að gagnrýna nýlendustefnu
þess. Mætti fremur segja að hann fyndi
henni til foráttu of mikla linkind og eftir-
látssemi við „uppreisnarmenn“. Því var
það sem liann lét í Ijós kvíða sinn árið
1955 vegna hinnar sáttfúsu stefnu Mendés-
France í Indó-Kína og Norður-Afríku.
Hér gefst ekki rúin til að fjölyrða um
síðasta hluta hókarinnar sein lýsir upptöku
hins franska dýrlings í guðatölu. Þorsteinn
leitast við að hreinsa skjöld hans af beinni
þátttöku í 13. maí samsærinu 1958, en get-
ur þó ekki gengið fram lijá þeirri stað-
reynd að hann „notaði byltingarógnina
(hersins) til að knýja fram úrslit í mál-
inu“. Þá sparar höfundur livergi stóru orð-
in um kraftaverkin sem „einvaldskonung-
urinn“ og hirð hans hafa komið í kring
síðan þjóðin játaði honum hollustu. „Styrk-
ing framkvæmdavaldsins", „setning 400
laga“, „efnahagsleg viðreisn", „vélvæðing
landbúnaðarins“, „endurskoðun á fræðslu-
kerfinu", — allt verður þetta höfundi sönn-
un þess að „nýtt Frakkland" hafi risið
úr rústum Fjórða lýðveldisins. Enginn
þrætir fyrir þessar breytingar, en í stað
þess að láta þær vitna um persónulegan
áhrifamátt De Gaulle hefði verið viturlegra
að rekja félagslegar orsakir þeirra og af-
leiðingar og sýna fram á að með afnámi
smáborgara- og bændaþingræðisins skap-
aði gaullisminn stjórnarfarslegar forsendur
fyrir framgangi einokunarkapítalismans.
Framlag De Gaulle til lausnar Alsír-
stríðsins er mikilvægt og óvefengjanlegt:
án stjórnarforystu hans er mjög trúlegt að
Frakkland hefði orðið hernaðareinræði að
bráð. En höfundur lætur sér ekki nægja
að skýra frá staðreyndum, heldur rang-
túlkar liann —- vísvitandi eða ómeðvitað -—
afstöðu hershöfðingjans til sjálfstæðis-
hreyfingarinnar FLN. Alsírstríðið dróst
von úr viti vegna þess að De Gaulle og
stjórn hans tregðaðist við að viðurkenna
hana sem liinn eina réttborna samnings-
aðila alsírsku þjóðarinnar. Hann viður-
kenndi sjálfsákvörðunarrétt hennar, en
setti það ófrávíkjanlega skilyrði að þjóð-
frelsisherinn legði niður vopn áður en
þjóðin fengi að neyta lians. Hann trúði
með öðrum orðum á sigur franska hersins,
„liann sá“ ekki, gagnstætt því sem höfund-
ur fullyrðir, „að styrjöld í Alsír myndi
aldrei enda“. Það var ekki fyrr en síðla árs
1961, eftir að hver hernaðaraðgerðin á
fætur annarri hafði runnið út í sandinn.
412