Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 110
Tímarit Máls og menningar fjórða lýðveldisins, ef De Gaulle hefði setið áfram við stjórn eftir 1946? Höfund- ur varpar spurningunni fram, án þess þó að svara henni. Þá gefur hann í skyn að sterk ríkisstjóm undir forsæti De Gaulle hefði forðað lýðveldinu frá hrunadansin- um, svo framarlega sem ekki hafi verið „eintómir óviðmælanlegir kommúnistar í sjálfstæðishreyfingu Indó-Kína“ (og Ho Chi Minh var sannarlega ekki óviðmælan- legur árið 1946, hann var þvert á móti manna ákveðnastur í að semja við Frakka gegn viðurkenningu þeirra á sjálfstæði landsins sem De Gaulie hafði lofað nýlend- unum á stríðsárunum). Þessi tilgáta er liarla ósennileg, svo ekki sé meira sagt. Eins og höfundur segir sjálfur „sendi De Gaulle fyrstu hersveitirnar austur í Indó- Kína í stríðslok til að vernda hagsmuni Frakklands", þ. e. nýlenduhagsmuni þess með hinni efnahagsiegu og félagslegu und- irokun sem þeim voru samfara. Það er mjög ósennilegt að stórfrakkinn De Gaulle hafi verið reiðubúinn, árið 1946, að fórna — þó ekki væri nema að nokkru leyti — eignum franskra plantekrueigenda og auð- hringa eins og óhjákvæmilegt hefði verið til að ná samkomuiagi við sjálfstæðis- lireyfinguna. Þessi skoðun styðst ennfrem- ur við þá staðreynd að í öllum andróðri sínum gegn Fjórða lýðveldinu sá De Gaulle sízt ástæðu ti! að gagnrýna nýlendustefnu þess. Mætti fremur segja að hann fyndi henni til foráttu of mikla linkind og eftir- látssemi við „uppreisnarmenn“. Því var það sem liann lét í Ijós kvíða sinn árið 1955 vegna hinnar sáttfúsu stefnu Mendés- France í Indó-Kína og Norður-Afríku. Hér gefst ekki rúin til að fjölyrða um síðasta hluta hókarinnar sein lýsir upptöku hins franska dýrlings í guðatölu. Þorsteinn leitast við að hreinsa skjöld hans af beinni þátttöku í 13. maí samsærinu 1958, en get- ur þó ekki gengið fram lijá þeirri stað- reynd að hann „notaði byltingarógnina (hersins) til að knýja fram úrslit í mál- inu“. Þá sparar höfundur livergi stóru orð- in um kraftaverkin sem „einvaldskonung- urinn“ og hirð hans hafa komið í kring síðan þjóðin játaði honum hollustu. „Styrk- ing framkvæmdavaldsins", „setning 400 laga“, „efnahagsleg viðreisn", „vélvæðing landbúnaðarins“, „endurskoðun á fræðslu- kerfinu", — allt verður þetta höfundi sönn- un þess að „nýtt Frakkland" hafi risið úr rústum Fjórða lýðveldisins. Enginn þrætir fyrir þessar breytingar, en í stað þess að láta þær vitna um persónulegan áhrifamátt De Gaulle hefði verið viturlegra að rekja félagslegar orsakir þeirra og af- leiðingar og sýna fram á að með afnámi smáborgara- og bændaþingræðisins skap- aði gaullisminn stjórnarfarslegar forsendur fyrir framgangi einokunarkapítalismans. Framlag De Gaulle til lausnar Alsír- stríðsins er mikilvægt og óvefengjanlegt: án stjórnarforystu hans er mjög trúlegt að Frakkland hefði orðið hernaðareinræði að bráð. En höfundur lætur sér ekki nægja að skýra frá staðreyndum, heldur rang- túlkar liann —- vísvitandi eða ómeðvitað -— afstöðu hershöfðingjans til sjálfstæðis- hreyfingarinnar FLN. Alsírstríðið dróst von úr viti vegna þess að De Gaulle og stjórn hans tregðaðist við að viðurkenna hana sem liinn eina réttborna samnings- aðila alsírsku þjóðarinnar. Hann viður- kenndi sjálfsákvörðunarrétt hennar, en setti það ófrávíkjanlega skilyrði að þjóð- frelsisherinn legði niður vopn áður en þjóðin fengi að neyta lians. Hann trúði með öðrum orðum á sigur franska hersins, „liann sá“ ekki, gagnstætt því sem höfund- ur fullyrðir, „að styrjöld í Alsír myndi aldrei enda“. Það var ekki fyrr en síðla árs 1961, eftir að hver hernaðaraðgerðin á fætur annarri hafði runnið út í sandinn. 412
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.