Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar
og afkróa meginhluta franska hers-
ins. 20. marz 1954 kom franski yfir-
hershöfðinginn Paul Ely beina leið
til Washington frá Indókína til þess
að skýra frá því að Frakkar væru að
þrotum komnir. Hann fór fram á taf-
arlausa og beina bandaríska ihlutun
til þess að bjarga hinum innilokuðu
herjum. Að öðrum kosti yrðu Frakk-
ar að fallast á tilboð Vietnams um
vopnahlé gegn því að kölluð yrði
saman alþj óðaráðstefna til þess að
semja um uppgjöf Frakka.
Franskar uppljóstranir liafa síðan
gefið til kynna að Bandaríkjamenn
hafi fyrst svarað tveimur mánuðum
áður en friðarráðstefnan hófst í
Genf. Að því er Georges Bidault (ut-
anríkisráðherra Frakka um þær
mundir) segir, bauð Dulles utanríkis-
ráðherra honum tvívegis að banda-
rískum kjarnorkusprengjum skyldi
beitt bæði gegn Kína og Vietnam —
til þess að fylgja eftir munnlegum
hótunum um „grimmilega hefnd“.
Að því er Roscoe Drummond og Gas-
ton Coblentz greina frá í nýútkom-
inni bók um Dulles sagði Georges
Bidault að fyrra tilboðið hafi verið
um það að „einni eða fleirum kjarn-
orkusprengjum yrði kastað á lands-
svæði kínverskra kommúnista í nánd
við landamæri Indókína“ til þess að
spilla aðdráttarleiðum milli Kína og
Vietnams. Bidault mundi eftir „öðru
tilboði“ um að tveimur kjarnorku-
sprengjum yrði beitt gegn herjum
Viet Minh við Dien Bien Phu. Höf-
undarnir bæta við: „Bidault er ekki
í neinum vafa um að hann fékk þessi
tilboð“.
Þar sem Bidault gerði sér ljóst
hversu ömurlegar afleiðingar slík við-
brögð gætu haft, ítrekaði hann í
staðinn málaleitun Elys hershöfð-
ingja um bandarískar loftárásir, án
kjarnorkuvopna, við Dien Bien Phu.
Dulles og Radford aðmíráll, yfir-
maður herráðsins, mæltu þá með því
að flugsveitir landhers og flota skær-
ust þegar í leikinn. Aður en endanleg
ákvörðun væri tekin samdi Matthews
B. Ridgway, æðsti maður landhers-
ins, nákvæma herfræðilega áætlun
um það hvað í henni fælist. Skýrsla
hans til forsetans sannaði að bein
íhlutun gæti ekki orðið „árangursrík“
nema lagt væri í meiriháttar styrjöld
með stórfelldum tilkostnaði. í endur-
minningum sínum komst Ridgway
hershöfðingi svo að orði:
í Kóreu hafði okkur lærzt að
lofther og floti hrökkva ekki til
þess að vinna sigur í styrjöld og
að sigur verður ekki heldur unn-
inn með ónógum landher. Mér var
það óskiljanlegt að við hefðum
nú þegar gleymt þeirrisáru reynslu
— að við ætluðum að fara að
endurtaka sömu hörmulegu vill-
una.
Sú villa var ekki endurtekin,
Guði sé lof ... Fallið var frá hug-
myndinni um íhlutun, og það er
324