Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar tekninga, söguhetjan hefur orðið spjald- anna d milli, að kalla. Af þessu leiðir að les- andinn verður sáralitlu nær um fyrirbærið De Gaulle (sem tekur flestum öðrum mönn- um fram í skorti á sjálfsgagnrýni): hann svífur goðumlíkur í lausu lofti, óbundinn þeim félagslegu öflum sem eigast við á „lágkúrusviði stjórnmálanna". Hvar sem hann kemur nærri gerist eitthvað í ætt við kraftaverk, sjórinn kyrrist og allt dettur í dúnalogn. Þetta er ekki ævisaga jarðnesks manns, heldur helgisaga frakknesks dýr- lings. Fyrsti þáttur helgisögunnar greinir frá herfræðingnum De Gaulle fram undir 1940. Ef til vill er það í þessum fyrsta þætti sem hann kemst næst því að vera rödd hróp- andans í eyðimörkinni — í eyðimörk hinna kreddubundnu, frönsku herforingja er földu sig bak við Maginot-línuna til þess að þurfa ekki að horfast í augu við hina uppivöðslusömu hervæðingu nazista eða hlusta á viðvaranir De Gaulle og kenning- ar hans um skipulag nútímahers. Höfundur einskorðar hér sem oftar frásögn sína við hinar herfræðilegu staðreyndir málsins. Það hefði þó tvímælalaust verið hagur í að varpa á þær ljósi stjórnmálaástandsins í landinu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þá hefði Icsandanum orðið ljóst að skilnings- leysi franska herráðsins á rök herfræðinn- ar var býsna glögg spegilmynd af upp- gjafarstefnu horgarastéttarinnar sem kaus heldur að lúta þýzka nazismanum en verða undir í stéttaátökunum innanlands. Stétt- arlegur frumleiki De Gaulle var í því fólg- inn að tefla fram þjóðlegri varnarstefnu, byggðri á nýtízku herfræði, gegn hinni borgaralegu uppgjafarstefnu. Annar þáttur helgisögunnar nær yfir styrjaldarárin og stjórnarár hershöfðingj- ans fram í ársbyrjun 1946. Eins og áður segir fylgir höfundur hér dyggilega Stríðs- minningum De Gaulle. Þess vegna fær les- andinn glögga vitneskju um hinn dipló- matíska og herfræðilega þátt sögunnar sem De Gaulle lék aðalhlutverkið í. Og það liggur við að hann hneigi sig í lotningu fyrir þessu stolta „tákni“ fransks þjóðar- metnaðar sem tókst að lokum, með óbug- andi þrautseigju, að afla sér og stjóm sinni viðurkenningar hjá Bandaríkjunum sem hinni einu löglegu stjóm landsins. Höfundur getur þess stuttlega að óhjá- kvæmilegur bakhjarl hans í þessari baráttu hafi verið mótspymuhreyfingin í Frakk- landi sjálfu. Hann kveður svo á að hún hafi verið mynduð „af öllum flokkum og stéttum“. Þessi villandi fullyrðing er hið eina sem lesandinn fær að vita um eðli mótspymuhreyfingarinnar frönsku. Flest- um ber þó saman um að meginuppistaða hennar hafi verið alþýðustéttirnar, ásamt hinum róttækari menntamönnum þjóðar- innar. (Sbr. ummæli kaþólikkans Frangois Mauriac 1943: „Verkalýðsstéttin er eina stéttin sem í heild hefur reynzt Frakklandi trú í niðurlægingu þess“.) Þessi staðreynd skýrir hvers vegna kastaðist í kekki milli De Gaulle og Ráðs mótspyrnuhreyfingar- innar strax eftir frelsun Parísar 1944. Enda þótt það hefði fyrst og fremst verið barátta alþýðustéttanna gegn nazismanum og stuðningur þeirra við De Gaulle er öfl- uðu honum alþjóðaviðurkenningar sem for- ingja hins stríðandi Frakklands, áleit hann það meginhlutverk sitt, að því marki náðu, að standa gegn kröfum þeirra um félags- lega byltingu. Hún hefði eðlilega gerzt á kostnað þeirrar stéttar er bafði í heild af- salað sér þjóðlegu sjálfstæði með því að hafa samstarf við þýzku böðlana. Á þess- ari úrslitastundu tók De Gaulle m. ö. o. á sig þá vafasömu ábyrgð að halda hlífi- skildi yfir feysknum viðum hins franska kapítalisma sem var fordæmdur í almenn- um kosningum af miklum meirihluta þjóð- 410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.