Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 64
Tímarit Aláls og rnenningar
IX
Mér féll mjög vel í skólanum. Mér fannst alltaf að hann væri fullur af
blómum, í raun og veru voru þar engin blóm. En af einhverjum sökum komu
mér alltaf blóm í hug, þegar ég hugsaði til skólans, eins og mér kom íbjúgur
hálfmáni í hug, þegar ég hugsaði til grafar pabba. Mömmu geðjaðist mjög
vel að blómum. Hún hafði ekki efni á að kaupa þau, en þegar einhver gaf
henni þau, bar hún þau alltaf í hárinu. Þegar ég hafði tækifæri til tíndi ég
þau og færði henni. Þegar hún bar ný blóm í hárinu, varð baksvipurinn
svo unglegur. Mamma var glöð, ég var líka glöð. Ég var líka ánægð yfir
skólanum. Ef til vill var það þess vegna, að inér komu alltaf í hug blóm,
þegar ég hugsaði til hans.
X
í þann mund sem ég skyldi útskrifast úr skólanum sendi mamma mig
aftur til að veðsetja. Ég vissi ekki hvers vegna pabbi hvarf svo snögglega.
Mamma virtist ekki lieldur vita hvert hann hefði farið. Hún sendi mig enn
í skólann, hélt að pabbi mundi koma heim fljótlega. í marga daga kom
hann ekki heim, skrifaði einu sinni ekki bréf. Ég hélt að mamma mundi
aftur fara að þvo fúlu sokkana, það fannst mér illbærilegt. En mamma ætlaði
sér það alls ekki. Hún meira að segja bjó sig stásslega og bar blóm í hárinu.
Hversu óskiljanlegt! Hún tárfelldi ekki, heldur brosti. Hvers vegna? Ég
skildi það ekki. Margoft þegar ég kom heiin úr skólanum, sá ég hana standa
í útidyrunum. Og litlu síðar fóru menn að hrópa á eftir mér á götunni:
„Hæ, fara með bréf fyrir mömmu sína.“ „Hæ, viltu selja, blíða hnáta?“
Ég roðnaði í framan eins og eldhnöttur, drúpti bara höfði eins djúpt og ég
framast mátti. Ég skildi, en það var ekkert við því að gera. Ég gæti í engan
stað spurt mömmu. Hún var mér góð, sagði auk þess stundum við mig með
ekkaþungri áherzlu: „Lærðu, lærðu.“ Mamma var ólæs. Hvers vegna hvatti
liún mig svo til að læra? Ég var efins, og þegar ég var efins hugsaði ég oft
til þess, að það var eingöngu vegna mín, sem hún varð að gera þetta. Hún
hafði engin önnur ráð. Þegar ég var efins réð ég varla við mig að hella yfir
hana skömmum. En þegar ég hugsaði mig um langaði mig til að faðma
hana, og biðja hana að gera þetta aldrei framar. Ég hataði sjálfa mig fyrir
að geta ekki hjálpað henni. Ég hugsaði því með sjálfri mér: Hvaða gagn
getur orðið að mér þegar ég útskrifast úr barnaskólanum ? Ég heyrði hjá
skólasystrum mínum að allmargar stúlkur sem hefðu útskrifazt í fyrra, væru
366